Þóttist vera fórnarlamb og gæti hlotið dauðarefsingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 13:04 Fjöldi farandverkamanna fannst í vörubílnum og höfðu flestir þeirra fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans. Fjöldi fólks var úrskurðaður látinn á staðnum og er tala látinna nú orðinn 53. AP/Eric Gay Vörubílstjóri sem keyrði vörubíl sem fannst yfirgefinn í Texas á mánudag með 53 látið farandfólk innanborðs segist ekki hafa vitað af bilaðri loftræstingu. Upphaflega faldi vörubílstjórinn sig nálægt vörubílnum og þóttist vera einn af farandfólkinu en var handtekinn stuttu síðar. Verði hann sakfelldur gæti hann hlotið dauðarefsingu. Vörubíllinn fannst yfirgefinn á afskekktum vegi í San Antonio í Texas á mánudag en innan í honum voru rúmlega sextíu farandverkafólk. Stór hluti þeirra hafði fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans og var fjöldi fólks úrskurðaður látinn á staðnum. Syrgjendur heimsækja minnisvarða um hina látnu.AP/Eric Gay Tala látinna er nú orðin 53, þar af eru nokkur börn. Einnig eru enn nokkur börn á spítala vegna áverka sem þau hlutu í vörubílnum. Faldi sig og þóttist vera einn fórnarlambanna Í frétt BBC um málið segir að skömmu eftir að vörubíllinn fannst á mánudag hafi lögreglan uppgötvað vörubílstjórann Homero Zamorano í felum í runna skammt frá vörubílnum. Mexíkósk yfirvöld segja að hann hafi í fyrstu þóst vera einn af verkamönnunum en hafi síðan verið handtekinn eftir að eftirlitsmyndavélar sýndu hann keyra fram hjá landamæraeftirlitsstöð í Laredo í Texas. Texas migrant deaths: Lorry driver 'unaware air conditioner had stopped working' https://t.co/kxngvgS7HW— BBC News (World) (@BBCWorld) July 1, 2022 Hinn 45 ára Zamorano og Christian Martínez, meintur vitorðsmaður hans, eru sakaðir um að hafa sent skilaboð sín á milli fyrir og eftir að trukkurinn fannst og þannig reynt að falsa vitnisburð sinn. Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir smygl á fólki og samsæri. Fari svo að þeir verði sakfelldir gætu þeir hlotið dauðarefsingu. Tveir aðrir menn, Juan Claudio D'Luna-Méndez og Francisco D'Luna-Bilbao, sem eru viðriðnir málið eru einnig ákærðir. Þeir eru sakaðir um ólögleg dvöl í Bandaríkjunum og fyrir ólöglegan vopnaburð. Auðkenni fólksins enn á reiki Mexíkósk yfirvöld segja 67 farandverkamenn hafa verið í vörubílnum en saksóknari San Antonio segir töluna fjöldann hins vegar vera 64. Meðal fórnarlambanna eru 27 einstaklingar frá Mexíkó, fjórtán frá Hondúras, sjö frá Gvatemala og tveir frá El Salvador. Réttarmeinafræðingur hjá Bexar-sýslu sagðist á föstudag vera búinn að auðkenna 53 fórnarlambanna með óyggjandi hætti. Flóttamenn Bandaríkin Mexíkó Gvatemala Hondúras El Salvador Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Vörubíllinn fannst yfirgefinn á afskekktum vegi í San Antonio í Texas á mánudag en innan í honum voru rúmlega sextíu farandverkafólk. Stór hluti þeirra hafði fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans og var fjöldi fólks úrskurðaður látinn á staðnum. Syrgjendur heimsækja minnisvarða um hina látnu.AP/Eric Gay Tala látinna er nú orðin 53, þar af eru nokkur börn. Einnig eru enn nokkur börn á spítala vegna áverka sem þau hlutu í vörubílnum. Faldi sig og þóttist vera einn fórnarlambanna Í frétt BBC um málið segir að skömmu eftir að vörubíllinn fannst á mánudag hafi lögreglan uppgötvað vörubílstjórann Homero Zamorano í felum í runna skammt frá vörubílnum. Mexíkósk yfirvöld segja að hann hafi í fyrstu þóst vera einn af verkamönnunum en hafi síðan verið handtekinn eftir að eftirlitsmyndavélar sýndu hann keyra fram hjá landamæraeftirlitsstöð í Laredo í Texas. Texas migrant deaths: Lorry driver 'unaware air conditioner had stopped working' https://t.co/kxngvgS7HW— BBC News (World) (@BBCWorld) July 1, 2022 Hinn 45 ára Zamorano og Christian Martínez, meintur vitorðsmaður hans, eru sakaðir um að hafa sent skilaboð sín á milli fyrir og eftir að trukkurinn fannst og þannig reynt að falsa vitnisburð sinn. Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir smygl á fólki og samsæri. Fari svo að þeir verði sakfelldir gætu þeir hlotið dauðarefsingu. Tveir aðrir menn, Juan Claudio D'Luna-Méndez og Francisco D'Luna-Bilbao, sem eru viðriðnir málið eru einnig ákærðir. Þeir eru sakaðir um ólögleg dvöl í Bandaríkjunum og fyrir ólöglegan vopnaburð. Auðkenni fólksins enn á reiki Mexíkósk yfirvöld segja 67 farandverkamenn hafa verið í vörubílnum en saksóknari San Antonio segir töluna fjöldann hins vegar vera 64. Meðal fórnarlambanna eru 27 einstaklingar frá Mexíkó, fjórtán frá Hondúras, sjö frá Gvatemala og tveir frá El Salvador. Réttarmeinafræðingur hjá Bexar-sýslu sagðist á föstudag vera búinn að auðkenna 53 fórnarlambanna með óyggjandi hætti.
Flóttamenn Bandaríkin Mexíkó Gvatemala Hondúras El Salvador Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira