Körfubolti

Semple frá ÍR í KR

Árni Jóhansson skrifar
Jordan Semple í leik gegn Stjörnunni á síðasta tímabili
Jordan Semple í leik gegn Stjörnunni á síðasta tímabili VÍSIR/Vilhelm

KR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Subway deild karla næsta vetur. Jordan Semple hefur samþykkt að leika með liðinu en hann lék með ÍR á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði.

KR greindi frá vistaskiptum Semple í gær á heimasíðu sinni og við það tilefni lýsti Helgi Már Magnússon yfir ánægju sinni með það að hafa náð í leikmanninn. 

„Við Jakob erum virkilega ánægðir að hafa fengið Jordan til liðs við okkur fyrir komandi tímabil. Hann er skilvirkur leikmaður, hreyfir sig vel og er mjög fjölhæfur á báðum endum vallarins.“

Jordan Semple, sem er franskur, er reynslumikill leikmaður sem spilar stöðu kraftframherja. Fyrir utan ÍR þá hefur hann spilað með liðum í heimalandi sínu ásamt á Spáni, í Finnlandi, Svíþjóð og Búlgaríu.

Á síðustu leiktíð skoraði hann 20,1 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 9,6 fráköst og gefar 3,4 stoðsendingar. Að meðaltali var hann með 26,7 framlagsstig í 14 leikjum fyrir ÍR en hann var fenginn til liðs við ÍR-inga eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson tók við liðinu. ÍR endaði í 10. sæti deildarinnar fjórum stigum fyrir neðan KR sem endaði í því áttunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×