„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 12:33 Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir rétt að þingmenn fylgi sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar. Vísir/Vilhelm Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala. Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala.
Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19
Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34