Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 20:09 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á sæti í forsætisnefnd og hefur hann óskað eftir frekari útskýringum. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. Fjársýslan tilkynnti í gærmorgun að fjármálaráðuneytið hafi tekið ákvörðun um að leiðrétta laun æðstu embættismanna landsins og fara fram á endurgreiðslu ofgreiddra launa síðustu þrjú ár. Alls falla 260 einstaklingar þar undir, þar á meðal þingmenn, forseti, ráðherrar, og dómarar, og nemur upphæð ofgreiddra launa alls 105 milljónum króna. Framkvæmdin hefur verið gagnrýnd en umræddir einstaklingar hafa fengið litlar sem engar útskýringar og fréttu sjálfir af ákvörðun ráðuneytisins í gegnum fjölmiðla. Meðal þeirra sem lýsa furðu yfir þessu er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Ég hafði verði fullvissaður um að það væri verið að gera þetta rétt en síðan var bara verið að nota einhverja ranga vísitölu. Ég fatta ekki alveg hvaða vísitölu á þá að nota í staðinn, og það er ekkert verið að útskúra það neitt fyrir okkur,“ segir Björn Leví. Sjálfur situr hann í forsætisnefnd Alþingis og kallaði hann eftir frekari upplýsingum þaðan í gær. „Ég bað um svona sundurliðun, eins og við biðjum grunnskólakrakka um í stærðfræði; Sýnið mér útreikningana takk. En við sjáum til hvort að það komi eitthvað, það kom aldrei þegar kjararáðsákvarðanir voru teknar. Við báðum um sömu upplýsingar en fengum þær aldrei, þannig þetta er svona áframhald af því,“ segir hann. Stóðu í þeirri trú að allt væri rétt Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mistök koma upp í launamálum þingmanna en Björn Leví bendir á að þegar lögin voru upprunalega gerð árið 2019 hafi gleymst að uppfæra launin. Í kjölfarið hafi mikil áhersla verið lögð á að allt væri rétt, þar á meðal lögð áhersla á orðalagið sem nú er til umræðu. „Við héldum alveg að það væri verið að gera þetta samkvæmt lögum síðast, því við vorum búin að spyrja oft, en nei. Þetta er eitthvað klúður, enn og aftur,“ segir hann. Hann gagnrýnir harðlega skort á gagnsæi og efast jafnvel um lögmæti þess að krefjast endurgreiðslu frá þeim sem þáðu laun í góðri trú um að allt hafi verið rétt gert. Vandamálið í sjálfu sér er ekki fjárhæðin, heldur hversu langt er hægt að ganga til að krefjast afturvirkrar endurgreiðslu. Sjálfur segir hann ljóst að laun þingmanna eigi að vera lægri en þau hækkuðu aftur frá og með 1. júlí og breytir leiðréttingin í gær því ekki miklu. Í grunnin þurfi að leiðrétta ýmislegt annað og er krafan sú að rétt sé rétt. „Þetta er allt mjög sorglegt í rauninni því laun þingmanna og æðstu ráðamanna er eitthvað sem á að vera sátt um og það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli,“ segir Björn Leví. „Ég held að það þurfi bara gott almenningssamráð um það hvað eru sanngjörn laun fyrir æðstu ráðamenn.“ Dómarar gætu höfðað mál Líkt og áður segir nær ákvörðun fjármálaráðuneytisins einnig til annarra embættismanna, þar á meðal dómara. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að framkvæmdin hafi ekki verið í samræmi við lög, að mati Dómarafélagsins. „Við erum algjörlega í myrkrinu með þetta, við höfum ekki fengið neinar upplýsingar, og eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta,“ sagði Kjartan og bætti við að ákvörðun eins og þessi skapi slæmt fordæmi. Fréttastofa hefur ekki náð tali af neinum innan fjármálaráðuneytisins eða Fjársýslunnar vegna málsins, né Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra. Í færslu á samfélagsmiðlum í gær þvertók Bjarni þó fyrir ásakanir Kjartans og sagði málstað þeirra sem nú mótmæltu býsna auman. Engu að síður gæti það farið svo að dómarar gangi lengra og höfði mál en þá þyrfti að skipa nýja dómara til að taka málið fyrir, enda allir aðrir sitjandi dómarar vanhæfir þar sem þeir eiga hlut í máli. Það yrði ekki í fyrsta sinn en árið 2006 höfðaði til að mynda héraðsdómarinn Guðjón St. Marteinsson mál gegn íslenska ríkinu í tengslum við breytingu launa. Þrír lögfræðingar skipuðu þá dóminn, þau Þórður S. Gunnarsson, Ragnhildur Helgadóttir og Róbert Spanó. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði það staðan ef dómarar ákveða nú að höfða mál. Því fylgja þó óneitanlega ákveðnar flækjur og er mögulegt að afstaða dómara taki einhverjum breytingum. Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Fjársýslan tilkynnti í gærmorgun að fjármálaráðuneytið hafi tekið ákvörðun um að leiðrétta laun æðstu embættismanna landsins og fara fram á endurgreiðslu ofgreiddra launa síðustu þrjú ár. Alls falla 260 einstaklingar þar undir, þar á meðal þingmenn, forseti, ráðherrar, og dómarar, og nemur upphæð ofgreiddra launa alls 105 milljónum króna. Framkvæmdin hefur verið gagnrýnd en umræddir einstaklingar hafa fengið litlar sem engar útskýringar og fréttu sjálfir af ákvörðun ráðuneytisins í gegnum fjölmiðla. Meðal þeirra sem lýsa furðu yfir þessu er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Ég hafði verði fullvissaður um að það væri verið að gera þetta rétt en síðan var bara verið að nota einhverja ranga vísitölu. Ég fatta ekki alveg hvaða vísitölu á þá að nota í staðinn, og það er ekkert verið að útskúra það neitt fyrir okkur,“ segir Björn Leví. Sjálfur situr hann í forsætisnefnd Alþingis og kallaði hann eftir frekari upplýsingum þaðan í gær. „Ég bað um svona sundurliðun, eins og við biðjum grunnskólakrakka um í stærðfræði; Sýnið mér útreikningana takk. En við sjáum til hvort að það komi eitthvað, það kom aldrei þegar kjararáðsákvarðanir voru teknar. Við báðum um sömu upplýsingar en fengum þær aldrei, þannig þetta er svona áframhald af því,“ segir hann. Stóðu í þeirri trú að allt væri rétt Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mistök koma upp í launamálum þingmanna en Björn Leví bendir á að þegar lögin voru upprunalega gerð árið 2019 hafi gleymst að uppfæra launin. Í kjölfarið hafi mikil áhersla verið lögð á að allt væri rétt, þar á meðal lögð áhersla á orðalagið sem nú er til umræðu. „Við héldum alveg að það væri verið að gera þetta samkvæmt lögum síðast, því við vorum búin að spyrja oft, en nei. Þetta er eitthvað klúður, enn og aftur,“ segir hann. Hann gagnrýnir harðlega skort á gagnsæi og efast jafnvel um lögmæti þess að krefjast endurgreiðslu frá þeim sem þáðu laun í góðri trú um að allt hafi verið rétt gert. Vandamálið í sjálfu sér er ekki fjárhæðin, heldur hversu langt er hægt að ganga til að krefjast afturvirkrar endurgreiðslu. Sjálfur segir hann ljóst að laun þingmanna eigi að vera lægri en þau hækkuðu aftur frá og með 1. júlí og breytir leiðréttingin í gær því ekki miklu. Í grunnin þurfi að leiðrétta ýmislegt annað og er krafan sú að rétt sé rétt. „Þetta er allt mjög sorglegt í rauninni því laun þingmanna og æðstu ráðamanna er eitthvað sem á að vera sátt um og það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli,“ segir Björn Leví. „Ég held að það þurfi bara gott almenningssamráð um það hvað eru sanngjörn laun fyrir æðstu ráðamenn.“ Dómarar gætu höfðað mál Líkt og áður segir nær ákvörðun fjármálaráðuneytisins einnig til annarra embættismanna, þar á meðal dómara. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að framkvæmdin hafi ekki verið í samræmi við lög, að mati Dómarafélagsins. „Við erum algjörlega í myrkrinu með þetta, við höfum ekki fengið neinar upplýsingar, og eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta,“ sagði Kjartan og bætti við að ákvörðun eins og þessi skapi slæmt fordæmi. Fréttastofa hefur ekki náð tali af neinum innan fjármálaráðuneytisins eða Fjársýslunnar vegna málsins, né Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra. Í færslu á samfélagsmiðlum í gær þvertók Bjarni þó fyrir ásakanir Kjartans og sagði málstað þeirra sem nú mótmæltu býsna auman. Engu að síður gæti það farið svo að dómarar gangi lengra og höfði mál en þá þyrfti að skipa nýja dómara til að taka málið fyrir, enda allir aðrir sitjandi dómarar vanhæfir þar sem þeir eiga hlut í máli. Það yrði ekki í fyrsta sinn en árið 2006 höfðaði til að mynda héraðsdómarinn Guðjón St. Marteinsson mál gegn íslenska ríkinu í tengslum við breytingu launa. Þrír lögfræðingar skipuðu þá dóminn, þau Þórður S. Gunnarsson, Ragnhildur Helgadóttir og Róbert Spanó. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði það staðan ef dómarar ákveða nú að höfða mál. Því fylgja þó óneitanlega ákveðnar flækjur og er mögulegt að afstaða dómara taki einhverjum breytingum.
Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19
Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34