Segja íbúa verjast af hörku en saka Rússa um að varpa fosfórsprengjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 20:41 Björgunarstarf hélt áfram í dag í bænum Serhiivka við hafnarborgina Odesa eftir að Rússar vörpuðu sprengjum meðal annars á fjölbýlishús. AP/Maxim Penko Úkraínskir hermenn berjast af hörku við rússneskar hersveitir í norðurhluta Úkraínu en ekkert lát er á árásum Rússa í austurhlutanum. Úkraínski herinn hefur meðal annars sakað Rússa um að varpa fosfór sprengjum á Snákaeyju. Talsmaður hersins segir Rússa óttast mótspyrnu heimamanna. Árásir Rússa í Úkraínu héldu áfram í dag en úkraínski herinn greindi frá átökum í norðurhluta landsins, við Tsjernihív, Sumy og Kharkív, þar sem Rússar reyndu að halda aftur af úkraínska hernum. Þá héldu linnulausar árásir sömuleiðis áfram í austurhluta landsins, til að mynda í Donetsk og Lysychansk, þar sem mestu átökin eiga sér nú stað. Rússar hafa einnig aukið viðbúnað sinn við Svartahaf en borgarstjóri Mykolaiv, sem liggur við Svartahaf, greindi í dag frá fjölda sprenginga í borginni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða árásir af hálfu Rússa en þeir viðurkenndu þó að hafa skotið á vopnageymslur í borginni. Í gær skutu Rússar sömuleiðis á níu hæða fjölbýlishús sem og sumarbúðir í bænum Serhiivka skammt frá hafnarborginni Odesa og hélt björgunarstarf þar áfram í dag en að minnsta kosti 21 lést í árásunum. Yfirvöld í Kreml þvertaka enn fyrir það að hersveitir Rússa skjóti á almenna borgara, þrátt fyrir ýmsar sannanir þess efnis. Seint í gærkvöldi birti úkraínski herinn síðan myndband sem þeir segja að sýni Rússa varpa fosfórsprengjum á Snákaeyju sem liggur í Svartahafi en Rússar hörfuðu þaðan í vikunni. Oleksandr Shtupun, talsmaður úkraínska hersins, sagði í dag að herflugvél á þeirra vegum fylgist vel með svæðinu við Svartahaf, sem og svæðinu í austurhluta landsins. „Rússneska hernámsliðið og skósveinar þess óttast mótspyrnu heimamanna sem fer vaxandi, einkanlega í héraðinu Kherson. Foringjar innrásarliðsins fara um með mikla öryggisgæslu í brynvörðum bílum og brynklæðum. Íbúar svæðanna halda áfram að verjast af hörku,“ sagði Shtupun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Árásir Rússa í Úkraínu héldu áfram í dag en úkraínski herinn greindi frá átökum í norðurhluta landsins, við Tsjernihív, Sumy og Kharkív, þar sem Rússar reyndu að halda aftur af úkraínska hernum. Þá héldu linnulausar árásir sömuleiðis áfram í austurhluta landsins, til að mynda í Donetsk og Lysychansk, þar sem mestu átökin eiga sér nú stað. Rússar hafa einnig aukið viðbúnað sinn við Svartahaf en borgarstjóri Mykolaiv, sem liggur við Svartahaf, greindi í dag frá fjölda sprenginga í borginni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða árásir af hálfu Rússa en þeir viðurkenndu þó að hafa skotið á vopnageymslur í borginni. Í gær skutu Rússar sömuleiðis á níu hæða fjölbýlishús sem og sumarbúðir í bænum Serhiivka skammt frá hafnarborginni Odesa og hélt björgunarstarf þar áfram í dag en að minnsta kosti 21 lést í árásunum. Yfirvöld í Kreml þvertaka enn fyrir það að hersveitir Rússa skjóti á almenna borgara, þrátt fyrir ýmsar sannanir þess efnis. Seint í gærkvöldi birti úkraínski herinn síðan myndband sem þeir segja að sýni Rússa varpa fosfórsprengjum á Snákaeyju sem liggur í Svartahafi en Rússar hörfuðu þaðan í vikunni. Oleksandr Shtupun, talsmaður úkraínska hersins, sagði í dag að herflugvél á þeirra vegum fylgist vel með svæðinu við Svartahaf, sem og svæðinu í austurhluta landsins. „Rússneska hernámsliðið og skósveinar þess óttast mótspyrnu heimamanna sem fer vaxandi, einkanlega í héraðinu Kherson. Foringjar innrásarliðsins fara um með mikla öryggisgæslu í brynvörðum bílum og brynklæðum. Íbúar svæðanna halda áfram að verjast af hörku,“ sagði Shtupun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira