Segja íbúa verjast af hörku en saka Rússa um að varpa fosfórsprengjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 20:41 Björgunarstarf hélt áfram í dag í bænum Serhiivka við hafnarborgina Odesa eftir að Rússar vörpuðu sprengjum meðal annars á fjölbýlishús. AP/Maxim Penko Úkraínskir hermenn berjast af hörku við rússneskar hersveitir í norðurhluta Úkraínu en ekkert lát er á árásum Rússa í austurhlutanum. Úkraínski herinn hefur meðal annars sakað Rússa um að varpa fosfór sprengjum á Snákaeyju. Talsmaður hersins segir Rússa óttast mótspyrnu heimamanna. Árásir Rússa í Úkraínu héldu áfram í dag en úkraínski herinn greindi frá átökum í norðurhluta landsins, við Tsjernihív, Sumy og Kharkív, þar sem Rússar reyndu að halda aftur af úkraínska hernum. Þá héldu linnulausar árásir sömuleiðis áfram í austurhluta landsins, til að mynda í Donetsk og Lysychansk, þar sem mestu átökin eiga sér nú stað. Rússar hafa einnig aukið viðbúnað sinn við Svartahaf en borgarstjóri Mykolaiv, sem liggur við Svartahaf, greindi í dag frá fjölda sprenginga í borginni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða árásir af hálfu Rússa en þeir viðurkenndu þó að hafa skotið á vopnageymslur í borginni. Í gær skutu Rússar sömuleiðis á níu hæða fjölbýlishús sem og sumarbúðir í bænum Serhiivka skammt frá hafnarborginni Odesa og hélt björgunarstarf þar áfram í dag en að minnsta kosti 21 lést í árásunum. Yfirvöld í Kreml þvertaka enn fyrir það að hersveitir Rússa skjóti á almenna borgara, þrátt fyrir ýmsar sannanir þess efnis. Seint í gærkvöldi birti úkraínski herinn síðan myndband sem þeir segja að sýni Rússa varpa fosfórsprengjum á Snákaeyju sem liggur í Svartahafi en Rússar hörfuðu þaðan í vikunni. Oleksandr Shtupun, talsmaður úkraínska hersins, sagði í dag að herflugvél á þeirra vegum fylgist vel með svæðinu við Svartahaf, sem og svæðinu í austurhluta landsins. „Rússneska hernámsliðið og skósveinar þess óttast mótspyrnu heimamanna sem fer vaxandi, einkanlega í héraðinu Kherson. Foringjar innrásarliðsins fara um með mikla öryggisgæslu í brynvörðum bílum og brynklæðum. Íbúar svæðanna halda áfram að verjast af hörku,“ sagði Shtupun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Árásir Rússa í Úkraínu héldu áfram í dag en úkraínski herinn greindi frá átökum í norðurhluta landsins, við Tsjernihív, Sumy og Kharkív, þar sem Rússar reyndu að halda aftur af úkraínska hernum. Þá héldu linnulausar árásir sömuleiðis áfram í austurhluta landsins, til að mynda í Donetsk og Lysychansk, þar sem mestu átökin eiga sér nú stað. Rússar hafa einnig aukið viðbúnað sinn við Svartahaf en borgarstjóri Mykolaiv, sem liggur við Svartahaf, greindi í dag frá fjölda sprenginga í borginni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða árásir af hálfu Rússa en þeir viðurkenndu þó að hafa skotið á vopnageymslur í borginni. Í gær skutu Rússar sömuleiðis á níu hæða fjölbýlishús sem og sumarbúðir í bænum Serhiivka skammt frá hafnarborginni Odesa og hélt björgunarstarf þar áfram í dag en að minnsta kosti 21 lést í árásunum. Yfirvöld í Kreml þvertaka enn fyrir það að hersveitir Rússa skjóti á almenna borgara, þrátt fyrir ýmsar sannanir þess efnis. Seint í gærkvöldi birti úkraínski herinn síðan myndband sem þeir segja að sýni Rússa varpa fosfórsprengjum á Snákaeyju sem liggur í Svartahafi en Rússar hörfuðu þaðan í vikunni. Oleksandr Shtupun, talsmaður úkraínska hersins, sagði í dag að herflugvél á þeirra vegum fylgist vel með svæðinu við Svartahaf, sem og svæðinu í austurhluta landsins. „Rússneska hernámsliðið og skósveinar þess óttast mótspyrnu heimamanna sem fer vaxandi, einkanlega í héraðinu Kherson. Foringjar innrásarliðsins fara um með mikla öryggisgæslu í brynvörðum bílum og brynklæðum. Íbúar svæðanna halda áfram að verjast af hörku,“ sagði Shtupun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira