Stuðningsfólk Mainz brjálað vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 17:01 Kieran Trippier var fyrsti leikmaðurinn sem Newcastle United keypti eftir yfirtöku PIF. Owen Humphreys/PA Stuðningsfólk þýska knattspyrnufélagsins Mainz 05 er vægast sagt ósátt vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United. Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira