Hinn þrítugi Wilshere hefur glímt við mikil og leiðinleg meiðsli á ferli sínum Hann er uppalinn hjá Arsenal í Lundúnum en var lánaður til Bolton Wanderers og Bournemouth áður en hann gekk til liðs við West Ham United á frjálsri sölu árið 2018.
Þar var hann í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér hjá Bournemouth á nýjan leik. Það bar ekki tilætlaðan árangur og flutti hann sig frá Bretlandseyjum til Danmerkur undir lok febrúarmánaðar á þessu ári.
AGF var þá komið í stökustu vandræði og vantaði leikmenn. Var brugðið á það ráð að semja við Wilshere í von um að breikka hópinn og sjá hvað hann gæti komið með að borðinu. Varð hann þar með liðsfélagi Jóns Dags Þorsteinssonar – sem er nú farinn til Belgíu – og Mikaels Anderssonar sem er einnig orðaður við brottför.
Det ligger nu fast, at Jack Wilshere ikke forsætter i AGF efter hans kontrakt løb ud for en uges tid siden. Vi takker Jack for indsatsen i hans tid i AGF og ønsker ham held og lykke på hans videre færd #ksdh https://t.co/T9WjpVSxT4 pic.twitter.com/QZsxy0zTvn
— AGF (@AGFFodbold) July 6, 2022
Staða AGF skánaði ekki mikið við komu Wilshere. Alls kom hann við sögu í 14 leikjum og lagði upp tvö mörk er AGF barðist löngum köflum við falldrauginn. Félagið hélt sæti sínu en nú er ljóst að þessi meiðslahrjáði leikmaður verður ekki lengur á mála hjá AGF.