Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 21:23 Michael Gove og Boris Johnson árið 2019. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27
Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43