Skotvopnalöggjöfin og endurskoðun Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar 7. júlí 2022 09:01 Katrín Jakobsdóttir talar um að endurskoðun skotvopnalaga sé nauðsynleg og leggur því til stuðnings skotvopnaárásirnar sem hafa verið síðastliðin ár á íslandi. Endurskoðun skotvopnalaga ber að fagna svo lengi sem einstaklingar sem hafa vit á því sem lögin snerta hafa umsjón og aðkomu að endurskoðun og hugsanlegri breytingu lagana. Yfirskin breytinga á lögum eingöngu til breytinga þjónar engum tilgangi og hvað þá að breyta lögunum vegna atburða sem tengjast gjörðum mikið andlega veikra einstaklinga og vegna einhvers sem gerist á erlendri grundu, allt einstaklingar sem áttu við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Líkt og áður hefur verið sagt er endurskoðun á skotvopnalögum fagnaðarefni en að hafa sem ástæðu að skoðunin sé vegna gjörða tveggja (síðastliðið ár) geðveilla einstaklinga og skotárása í öðrum löndum er fásinna. Nær væri og mikilvægara væri að laga aðgang þessara einstaklinga að sálfræðingum og geðlæknum, setja meiri fjármuni í geðheilbrigði í landinu og endurskoða þá stefnu frekar en að stinga hausnum í sandinn gagnvart hinu sanna þjóðfélagslega vandamáli sem þjóðfélagið er að glíma við þessa dagana. Grímur Atlason framkvæmdarstjóri Geðhjálpar skrifar mjög góða grein um þetta mál á Vísi/skoðun þann 06. júlí 2022 með yfirskriftinni „Orsakir í stað afleiðinga – hættum að vera hrædd“ Þar bendir Grímur á afleiðingar einangrunar, útskúfunar, eineltis og fleiri þátta sem leiða til geðræna vandamála síðar á ævinni en einnig bendir Grímur á hvað mætti gera til að gera sem mest til að koma í veg fyrir svona vandamál, mæli með að fólk lesi þessa grein. Að þrengja skotvopnalögin vegna einangraðra atburða og þekkingarleysis sem hugsanlega mun leiða til þess að einstaklingar neyðast til að gefa frá sér t.d. erfða grip er ekki af hinu góða og í minnsta lagi sagt vanhugsað. Er í raun álíka gáfulegt og að banna rafbíla á íslandi út af því að það kveiknaði í nokkrum í Bandaríkjunum og Evrópu. Höfundur er Skotvopnaeigandi og veiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Tengdar fréttir Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. 5. júlí 2022 13:41 Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 „Minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri“ Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri en áður. 23. júní 2022 20:31 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir talar um að endurskoðun skotvopnalaga sé nauðsynleg og leggur því til stuðnings skotvopnaárásirnar sem hafa verið síðastliðin ár á íslandi. Endurskoðun skotvopnalaga ber að fagna svo lengi sem einstaklingar sem hafa vit á því sem lögin snerta hafa umsjón og aðkomu að endurskoðun og hugsanlegri breytingu lagana. Yfirskin breytinga á lögum eingöngu til breytinga þjónar engum tilgangi og hvað þá að breyta lögunum vegna atburða sem tengjast gjörðum mikið andlega veikra einstaklinga og vegna einhvers sem gerist á erlendri grundu, allt einstaklingar sem áttu við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Líkt og áður hefur verið sagt er endurskoðun á skotvopnalögum fagnaðarefni en að hafa sem ástæðu að skoðunin sé vegna gjörða tveggja (síðastliðið ár) geðveilla einstaklinga og skotárása í öðrum löndum er fásinna. Nær væri og mikilvægara væri að laga aðgang þessara einstaklinga að sálfræðingum og geðlæknum, setja meiri fjármuni í geðheilbrigði í landinu og endurskoða þá stefnu frekar en að stinga hausnum í sandinn gagnvart hinu sanna þjóðfélagslega vandamáli sem þjóðfélagið er að glíma við þessa dagana. Grímur Atlason framkvæmdarstjóri Geðhjálpar skrifar mjög góða grein um þetta mál á Vísi/skoðun þann 06. júlí 2022 með yfirskriftinni „Orsakir í stað afleiðinga – hættum að vera hrædd“ Þar bendir Grímur á afleiðingar einangrunar, útskúfunar, eineltis og fleiri þátta sem leiða til geðræna vandamála síðar á ævinni en einnig bendir Grímur á hvað mætti gera til að gera sem mest til að koma í veg fyrir svona vandamál, mæli með að fólk lesi þessa grein. Að þrengja skotvopnalögin vegna einangraðra atburða og þekkingarleysis sem hugsanlega mun leiða til þess að einstaklingar neyðast til að gefa frá sér t.d. erfða grip er ekki af hinu góða og í minnsta lagi sagt vanhugsað. Er í raun álíka gáfulegt og að banna rafbíla á íslandi út af því að það kveiknaði í nokkrum í Bandaríkjunum og Evrópu. Höfundur er Skotvopnaeigandi og veiðimaður.
Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. 5. júlí 2022 13:41
Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26
„Minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri“ Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri en áður. 23. júní 2022 20:31
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar