Sex greinst með apabólu og tveir smitast innanlands Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2022 11:42 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sex karlmenn á miðjum aldri hafa greinst smitaðir af apabólunni hér á landi og grunur er um að tveir þeirra hafi smitast innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum. Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum.
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira