„Það er pólitísk nálykt af þessu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2022 07:01 Andrés telur það enga tilviljun að í fyrsta skipti sem breyting á aðalskipulagi sem ryður leið að vindorkuverum fyrir almennan markað sé samþykkt sé það í landi nátengdu Framsóknarmönnum. Vísir/Samsett/vilhelm/aðsend Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. „Þarna er búið að setja fram og staðfesta stefnu sveitarfélags um stórkostlega grófa iðnaðarstarfsemi,“ segir Andrés Skúlason, verkefnastjóri hjá Landvernd, sem hefur fylgst lengi með málinu. Það hefur verið pólitískt hitamál í sveitarfélaginu lengi og Andrés segir þessa breytingu sveitarfélagsins þvert á vilja stórs hluta samfélagsins. „Það á að setja laga- og regluumgjörð um þetta á komandi þingvetri. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því er sveitarfélagið búið að eyða mökk af fjármunum í að skipuleggja vindorkuver í slag við íbúana. Því samfélögin þarna eru klofin í herðar niður í kring um þessi mál,“ segir Andrés. Komu breytingunum loks í gegn Dalabyggð hefur áður reynt að koma breytingunum í gegn en Skipulagsstofnun ekki viljað samþykkja þær vegna ýmissa vankanta. Málinu var þá skotið til innviðaráðherra í vor sem hafnaði einnig breytingunum. Með breytingunum átti að breyta landbúnaðarsvæði í landi Sólheima og Hróðnýjarstaði í iðnaðarsvæði en með því að gera það einnig að svokölluðu varúðarsvæði komst málið í gegn um Skipulagsstofnun nú í lok júnímánaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík breyting á aðalskipulagi er samþykkt undir vindorkuver fyrir almennan markað en það eru félögin Quadran og Storm Orka sem vilja reisa þar vindorkuver. Andrés kveðst viss um að pólitísk tengsl hafi greitt fyrir málinu en fjölskylda Ásmundar Einars Daðasonar, hefur verið stórtæk í jarðauppkaupum í Dölum síðustu ár. Stundin fjallaði ítarlega um þau árið 2018. „Innviðaráðherra átti náttúrulega enga aðra úrkosti en að fara eftir tillögu Skipulagsstofnunar og synja Dalabyggð fyrst um breytinguna, því hún var ekki í samræmi við lög. En það er algjörlega ljóst að eitthvað hefur gerst í millitíðinni sem verður þess valdandi að það liggur svona á að keyra þetta í gegn. Og þá skulum við ekkert horfa fram hjá því að þetta er fyrsta skipulagið sem er staðfest fyrir erlent orkufyrirtæki… Það er bara óvart í landi sem er ekki óskylt Framsóknarflokknum. Það er pólitísk nálykt af þessu,“ segir Andrés. Fólk átti sig ekki á áhrifunum Hann bendir á að á fjórða tug vindorkukosta hafi verið komnir inn í rammaáætlun. Um 90 prósent þeirra séu í erlendri eigu. „En öll þessi fyrirtæki eru með íslenska milliliði. Þetta eru fyrirtæki sem hafa lent í málaferlum vegna ágengni sinnar við nærsamfélögin erlendis. Og þá skulum við endilega reyna að draga þau sem bera enga virðingu fyrir samfélaginu þvert yfir landið!“ Andrés er eins og flestir sjá ansi mótfallinn uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Hann skýrir mál sitt; lítil sem engin atvinna fáist af þeim og þeir séu mun meira mengandi en almennt sé haldið fram í umræðunni. „Það vantar fyrirhyggju og framtíðarsýn hér. Það hefur ekki átt sér stað nein vitræn umræða um vindorkuver hér á Íslandi. Það má benda á það að samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru hafðar í dag þá eru að puðrast út í loftið svona um 60 kíló af baneitruðu örplasti frá einni svona vindmyllu á ári,“ segir Andrés. Þá sé umhverfisþátturinn gríðarlegur. Mikið jarðrask hljótist af stórum vindorkuverum og Landvernd hefur áður lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af áhrifum vindorkuvera á haförninn sem á einmitt heima í Dölunum. „Það er engin önnur tegund af orku sem mun hafa jafn skaðleg áhrif á íslenska náttúru og lífríki eins og þetta. Þetta eru náttúruspjöll af áður óþekktri stærðargráðu yrði þetta að veruleika,“ segir Andrés. Uppfært 8:28: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð í inngangi að Umhverfisstofnun hafi samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna vindorkuveranna. Hið rétta er að Skipulagsstofunun hafi samþykkt breytinguna og hefur fréttinni verið breytt í samræmi. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Dalabyggð Vindorka Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
„Þarna er búið að setja fram og staðfesta stefnu sveitarfélags um stórkostlega grófa iðnaðarstarfsemi,“ segir Andrés Skúlason, verkefnastjóri hjá Landvernd, sem hefur fylgst lengi með málinu. Það hefur verið pólitískt hitamál í sveitarfélaginu lengi og Andrés segir þessa breytingu sveitarfélagsins þvert á vilja stórs hluta samfélagsins. „Það á að setja laga- og regluumgjörð um þetta á komandi þingvetri. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því er sveitarfélagið búið að eyða mökk af fjármunum í að skipuleggja vindorkuver í slag við íbúana. Því samfélögin þarna eru klofin í herðar niður í kring um þessi mál,“ segir Andrés. Komu breytingunum loks í gegn Dalabyggð hefur áður reynt að koma breytingunum í gegn en Skipulagsstofnun ekki viljað samþykkja þær vegna ýmissa vankanta. Málinu var þá skotið til innviðaráðherra í vor sem hafnaði einnig breytingunum. Með breytingunum átti að breyta landbúnaðarsvæði í landi Sólheima og Hróðnýjarstaði í iðnaðarsvæði en með því að gera það einnig að svokölluðu varúðarsvæði komst málið í gegn um Skipulagsstofnun nú í lok júnímánaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík breyting á aðalskipulagi er samþykkt undir vindorkuver fyrir almennan markað en það eru félögin Quadran og Storm Orka sem vilja reisa þar vindorkuver. Andrés kveðst viss um að pólitísk tengsl hafi greitt fyrir málinu en fjölskylda Ásmundar Einars Daðasonar, hefur verið stórtæk í jarðauppkaupum í Dölum síðustu ár. Stundin fjallaði ítarlega um þau árið 2018. „Innviðaráðherra átti náttúrulega enga aðra úrkosti en að fara eftir tillögu Skipulagsstofnunar og synja Dalabyggð fyrst um breytinguna, því hún var ekki í samræmi við lög. En það er algjörlega ljóst að eitthvað hefur gerst í millitíðinni sem verður þess valdandi að það liggur svona á að keyra þetta í gegn. Og þá skulum við ekkert horfa fram hjá því að þetta er fyrsta skipulagið sem er staðfest fyrir erlent orkufyrirtæki… Það er bara óvart í landi sem er ekki óskylt Framsóknarflokknum. Það er pólitísk nálykt af þessu,“ segir Andrés. Fólk átti sig ekki á áhrifunum Hann bendir á að á fjórða tug vindorkukosta hafi verið komnir inn í rammaáætlun. Um 90 prósent þeirra séu í erlendri eigu. „En öll þessi fyrirtæki eru með íslenska milliliði. Þetta eru fyrirtæki sem hafa lent í málaferlum vegna ágengni sinnar við nærsamfélögin erlendis. Og þá skulum við endilega reyna að draga þau sem bera enga virðingu fyrir samfélaginu þvert yfir landið!“ Andrés er eins og flestir sjá ansi mótfallinn uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Hann skýrir mál sitt; lítil sem engin atvinna fáist af þeim og þeir séu mun meira mengandi en almennt sé haldið fram í umræðunni. „Það vantar fyrirhyggju og framtíðarsýn hér. Það hefur ekki átt sér stað nein vitræn umræða um vindorkuver hér á Íslandi. Það má benda á það að samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru hafðar í dag þá eru að puðrast út í loftið svona um 60 kíló af baneitruðu örplasti frá einni svona vindmyllu á ári,“ segir Andrés. Þá sé umhverfisþátturinn gríðarlegur. Mikið jarðrask hljótist af stórum vindorkuverum og Landvernd hefur áður lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af áhrifum vindorkuvera á haförninn sem á einmitt heima í Dölunum. „Það er engin önnur tegund af orku sem mun hafa jafn skaðleg áhrif á íslenska náttúru og lífríki eins og þetta. Þetta eru náttúruspjöll af áður óþekktri stærðargráðu yrði þetta að veruleika,“ segir Andrés. Uppfært 8:28: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð í inngangi að Umhverfisstofnun hafi samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna vindorkuveranna. Hið rétta er að Skipulagsstofunun hafi samþykkt breytinguna og hefur fréttinni verið breytt í samræmi.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Dalabyggð Vindorka Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?