Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum Atli Ísleifsson skrifar 8. júlí 2022 14:30 Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, segir mikilvægt að húsið verði ekki látið drabbast niður, enda að finna í hjarta þorpsins. Skagaströnd/Já.is „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi. Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi.
Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24