Andstæðingar þungunarrofs höfðu ótakmarkað aðgengi að fjármunum í baráttu sinni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. júlí 2022 15:33 Andstæðingar þungunarrofs á samkomu í Pennsylvaníu í síðustu viku. Paul Weaver/GettyImages Bandarískur sagnfræðingur heldur því fram að bandarískur hæstaréttardómur frá árinu 2010 um heimild einkafyrirtækja til að styðja pólitíska frambjóðendur í Bandaríkjunum sé í raun rótin að því að Hæstiréttur sneri á dögunum við dómi um stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs. Flestum þeim sem fjalla um nýfallinn úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna ber saman um að andstæðingar þungunarrofs og íhaldssamansti armur Repúblikanaflokksins hafi stefnt að þessu með skipulögðum hætti um langt skeið. Einn þekktasti fræðimaður á þessu sviði, bandaríski sagnfræðingurinn Mary Ziegler, gaf í síðasta mánuði út bókina Dollars for Life, sem er hennar 5. bók um þetta málefni. Aðgengi að peningum opnaðist upp á gátt Þar kemst Ziegler að þeirri niðurstöðu að það sé öðru fremur dómur Hæstaréttar frá árinu 2010 sem heitir Citizens United gegn Federal Electoral Commission, sem skipti sköpum í þessum efnum, en með honum var aflétt öllum hömlum einkafyrirtækja á að styðja einstaka frambjóðendur sem háðu kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Það sem kallað var „outside money“ á góðri bandarísku. Ziegler segir að með þessum dómi hafi opnast allar flóðgáttir andstæðinga þungunarrofs til að sækja ómælt fjármagn í botnlausa sjóði og með þessu hafi hreyfingunni í raun tekist að ræna Repúblikanaflokknum. „Andstæðingar þungunarrofs brutu niður hinn hefðbundna valdastrúktur Repúblikanaflokksins og vörðuðu veginn fram á við fyrir alla þá popúlista sem vildu ganga þeirra erinda,“ segir Ziegler. Langtímamarkmið þeirra var að sjálfsögðu, segir Ziegler, að koma nógu mörgum íhaldsmönnum í Hæstarétt svo hægt yrði að snúa við dóminum frá 1973. Vantreystu Trump í upphafi Hún segir hópinn hafa vantreyst Trump til að byrja með þar sem hann hafi áður sýnt merki þess að styðja ákvörðunarrétt kvenna. En hann hafi verið snöggur til að skipta um kúrs þegar hann sá hversu mikið það gaf honum í aðra hönd í kosningabaráttu sinni. Hún rekur í bók sinni að fræðimenn hafi ávallt talið hreyfingar kristinnar þjóðernishyggju hafa verið lykilinn að sigri Trumps gegn Clinton árið 2016, en hún telur sjálf að áhrif andstæðinga þungunarrofs hafi vegið miklu þyngra og að það endurspegli með kristaltærum hætti hvaða áhrif peningar hafi á bandarísk stjórnmál. Á einungis þremur árum tókst Trump að koma þremur íhaldssömum dómurum í Hæstarétt, dómurum sem allir sögðu eða gáfu í skyn við yfirheyrslur í þinginu að þeir hygðust ekki snúa við dómi Wade gegn Roe, en gerðu það svo samt. Ziegler fullyrðir að Trump hefði aldrei komist til valda án dómsins frá árinu 2010 og það sem meira er, hún fullyrðir að valdamönnum í Repúblikanaflokknum hafi aldrei verið mikið í mun að snúa við dómi Wade gegn Roe frá árinu 1973. Í raun hafi flokkurinn í þessum efnum hreinlega flotið sofandi að feigðarósi. Hér má lesa umfjöllun The New York Times um bók Zieglers. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Flestum þeim sem fjalla um nýfallinn úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna ber saman um að andstæðingar þungunarrofs og íhaldssamansti armur Repúblikanaflokksins hafi stefnt að þessu með skipulögðum hætti um langt skeið. Einn þekktasti fræðimaður á þessu sviði, bandaríski sagnfræðingurinn Mary Ziegler, gaf í síðasta mánuði út bókina Dollars for Life, sem er hennar 5. bók um þetta málefni. Aðgengi að peningum opnaðist upp á gátt Þar kemst Ziegler að þeirri niðurstöðu að það sé öðru fremur dómur Hæstaréttar frá árinu 2010 sem heitir Citizens United gegn Federal Electoral Commission, sem skipti sköpum í þessum efnum, en með honum var aflétt öllum hömlum einkafyrirtækja á að styðja einstaka frambjóðendur sem háðu kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Það sem kallað var „outside money“ á góðri bandarísku. Ziegler segir að með þessum dómi hafi opnast allar flóðgáttir andstæðinga þungunarrofs til að sækja ómælt fjármagn í botnlausa sjóði og með þessu hafi hreyfingunni í raun tekist að ræna Repúblikanaflokknum. „Andstæðingar þungunarrofs brutu niður hinn hefðbundna valdastrúktur Repúblikanaflokksins og vörðuðu veginn fram á við fyrir alla þá popúlista sem vildu ganga þeirra erinda,“ segir Ziegler. Langtímamarkmið þeirra var að sjálfsögðu, segir Ziegler, að koma nógu mörgum íhaldsmönnum í Hæstarétt svo hægt yrði að snúa við dóminum frá 1973. Vantreystu Trump í upphafi Hún segir hópinn hafa vantreyst Trump til að byrja með þar sem hann hafi áður sýnt merki þess að styðja ákvörðunarrétt kvenna. En hann hafi verið snöggur til að skipta um kúrs þegar hann sá hversu mikið það gaf honum í aðra hönd í kosningabaráttu sinni. Hún rekur í bók sinni að fræðimenn hafi ávallt talið hreyfingar kristinnar þjóðernishyggju hafa verið lykilinn að sigri Trumps gegn Clinton árið 2016, en hún telur sjálf að áhrif andstæðinga þungunarrofs hafi vegið miklu þyngra og að það endurspegli með kristaltærum hætti hvaða áhrif peningar hafi á bandarísk stjórnmál. Á einungis þremur árum tókst Trump að koma þremur íhaldssömum dómurum í Hæstarétt, dómurum sem allir sögðu eða gáfu í skyn við yfirheyrslur í þinginu að þeir hygðust ekki snúa við dómi Wade gegn Roe, en gerðu það svo samt. Ziegler fullyrðir að Trump hefði aldrei komist til valda án dómsins frá árinu 2010 og það sem meira er, hún fullyrðir að valdamönnum í Repúblikanaflokknum hafi aldrei verið mikið í mun að snúa við dómi Wade gegn Roe frá árinu 1973. Í raun hafi flokkurinn í þessum efnum hreinlega flotið sofandi að feigðarósi. Hér má lesa umfjöllun The New York Times um bók Zieglers.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20
Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00
Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47