Það er Expressen sem greinir frá, en þar er sagt að Norrköping er að leita af leikmanni til að fylla upp í skarðið sem Abdulrazak Ishaq skilur eftir sig en Ishaq var seldur til Anderlecht í upphafi júlí.
Andri hefur undanfarið verið í Norrköping í samningaviðræðum við félagið og munnlegt samkomulag um fjögurra ára samning á að vera í höfn. Það eina sem stendur eftir er að leikmaðurinn skrifi undir samning og gangist undir læknisskoðun hjá Norrköping.
Andri hefur ekki enn þá leikið með aðalliði Real Madrid en hann hefur spilað með varaliði félagsins síðan hann gekk til liðs við Real Madrid árið 2018. Andri hefur leikið 9 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 2 mörk.