Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun