Arftaki Kristals Mána fundinn: „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 16:01 Danijel Dejan Djuric, nýjasti leikmaður Víkings. Vísir/Sigurjón Danijel Dejan Djuric er genginn í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Hann kemur úr unglingastarfi Midtjylland í Danmörku en þessi ungi leikmaður lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2019. Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira