Þetta er samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir New York Times. Niðurstöður hennar gefa til kynna að heilt yfir sé bandaríska þjóðin frekar svartsýn þessi misserin. Rúmlega þrír fjórðu af segja ríkið stefna í ranga átt og nær sú svartsýni til allra aldurshópa og er óháð hvaða stjórnmálaflokkum svarendur aðhyllast.
Einungis þrettán prósent þeirra sem svöruðu könnuninni sögðu Bandaríkin á réttri átt. Það hlutfall hefur ekki verið svo lágt frá efnahagskreppunni 2008.
Þegar elsti sitjandi forsetinn
Biden hefur ávallt sagst vilja bjóða sig aftur fram í kosningunum 2024 og sitja tvö kjörtímabil. Hann er nú 79 ára gamall og þegar orðinn elsti sitjandi forseti Bandaríkjanna. Kjósendur Demókrataflokksins sögðu flestir að aldur Bidens væri helsta ástæða þess að þau vildu nýjan forsetaframbjóðanda.
Biden virðist sérstaklega óvinsæll meðal ungra kjósenda Demókrataflokksins. Í aldurshópnum átján til þrjátíu ára sögðust 94 prósent vilja nýjan frambjóðanda úr Demókrataflokknum.
Vandi hagkerfisins helstur
Fimmtungur svarenda sagði störf og hagkerfið vera helsta vandamál Bandaríkjanna og fimmtán prósent sögðu verðbólgu og háan framfærslukostnað vera stærsta vandamálið. Einn af hverjum tíu sagði lýðræði í bandaríkjunum eiga í vandræðum og að pólitískar deilur væru stærðarinnar vandamál. Svipað stór hópur nefndi lög um vopnaeign en nokkrar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Þrátt fyrir þessar óhagstæðu tölur gáfu niðurstöður könnunarinnar þó til kynna að taki Biden aftur slaginn árið 2024 og þá aftur við Donald Trump, fyrrverandi forseta, sögðust 44 prósent kjósenda frekar muna kjósa Biden en Trump. 41 prósent sögðust frekar muna kjósa Trump.