Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, þar segir að af drengjunum hafi verið stolið farsímum, bíllyklum og fleiru. Ekki er ljóst hvort lögregla hafi haft upp á þeim sem stal verðmætunum.
Lögregla hafði að auki afskipti af þremur ungum mönnum í Garðabæ vegna fíkniefnaneyslu í bifreið, og lagði hald á ætluð fíkniefni.
Þá voru fimm ökumenn voru stöðvaðir við akstur af ýmsum ástæðum. Voru tveir stöðvaðir eftir hraðamælingu í Kópavogi, en báðir reyndust aka talsvert yfir hámarkshraða.
Þá var ökumaður stöðvaður í Hlíðahverfinu, grunaður um ölvun við akstur, annar í Laugardalnum grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji stöðvaður í Múlahverfi. Þegar lögregla bað viðkomandi um ökuskírteini kom á daginn að hann hafði þá þegar verið sviptur slíkum réttindum.