Lífið gott með Pete
Í fyrstu kynningarstiklunni segir Kim Kardashian frá því að hún sé komin með nýja kærasta, Pete Davidson, og segir hún sömuleiðis að lífið sé nú gott.
Skilnaður hennar og tónlistarmannsins Kanye West var átakanlegur og olli töluverðu fjaðrafoki í fjölmiðlum en Kanye hefur ekki farið í varhluta með óánægju sína með ástarsamband Kim og grínistans Pete, sem honum þykir víst ekki mikið til koma.
Af stiklunni að dæma er greinilegt að nýi kærastinn mun verða áberandi í næstu þáttaröð og virðist Kim ljóma af hamingju.
„Ég er að upplifa mjög góða tíma, virkilega góða!“
Pete senuþjófur í nýrri stiklu
Það má segja að Pete sjálfur sé hálfgerður senuþjófur í stiklunni og hafa viðbrögð hans við óvæntu sturtu-boði Kim vakið mikla athygli og kátínu.
Það virðist sem þetta atriði hafi átt sér stað kvöldið sem að Kim klæddist tveimur sögufrægum kjólum Marilyn Monroe á Met Gala viðburðinum en þegar Kim býður Pete að koma með sér í stutta sturtu má sjá hvernig hann hendir öllu frá sér í snatri og stekkur á eftir sinni heittelskuðu.