Liðsmenn sérsveita breska hersins sakaðir um skipulögð morð á Afgönum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2022 11:01 Sveitin sem BBC rannsakaði sérstaklega var send aftur til Afganistan þrátt fyrir þrátlátar ásakanir um ólögmæta framgöngu. epa/John Stillwell Liðsmenn sérsveita breska hersins (SAS) drápu ítrekað óvopnaða menn sem þeir höfðu handsamað í aðgerðum í Afganistan, ef marka má niðurstöður rannsóknarvinnu BBC. Þá virðast yfirmenn í hernum hafa þaggað málið niður . Samkvæmt umfjöllun BBC virðist ein sveit hafa myrt allt að 54 á sex mánuðum. Blaðamenn BBC Panorama fóru yfir hundruð skjala er vörðuðu aðgerðir SAS, þar á meðal fjölda skýrslna um húsleitir einnar sveitar á heimilum fólks í Helmand veturinn 2010 til 2011. Leitirnar voru kallaðar „drepa eða fanga“ aðgerðir. Umfjöllun BBC byggir meðal annars á vitnisburði einstaklinga sem störfuðu með umræddri sveit, sem sögðust hafa orðið vitni að því þegar liðsmenn hennar myrtu óvopnaða einstaklinga í skjóli nætur. Þá segjast þau hafa séð hvernig vopnum var komið fyrir á vettvangi til að réttlæta drápin. Nokkrir viðmælenda miðilsins sögðu SAS-sveitirnar hafa verið í keppni um fjölda drápa og að umrædd sveit hafi unnið að því að verða fleirum að bana en sveitin sem hún leysti af hólmi. Þrátt fyrir áhyggjur meðal háttsettra yfirmanna af ólögmætum drápum sveitanna voru þau ekki tilkynnt til herlögreglunnar, eins og ber að gera. Frásagnir sveitarinnar með ólíkindum Húsleitir sveitanna virðast hafa farið fram með þeim hætti að öllum í húsinu var skipað að koma út, þarnæst voru hendur þeirra bundnar en farið inn með einn karlmann sem var ætlað að aðstoða við leitina. Blaðamenn BBC fundu grunsamlegar margar lýsingar sem voru allar á sama veg; farið var með manninn inn, hann dregur fram vopn sem var falið á bakvið gluggatjöld eða húsgagn og er skotinn í sjálfsvörn. Fjöldi þeirra vopna sem gerð voru upptæk í leitunum rímar engan veginn við fjölda þeirra sem var drepinn. Þá ber að geta þess að á sama tíma og umrædd sveit varð að minnsta kosti hundrað manns að bana á sex mánuðum, er þess hvergi getið að einn einasta liðsmann sveitarinnar hafi sakað. Samkvæmt umfjöllun BBC var Mark Carleton-Smith, yfirmanni sérsveita breska hersins, gert viðvart um hin meintu ólögmætu dráp en hann tilkynnti málið ekki til herlögreglu eins og honum bar. Þá var málið ítrekað rætt í tölvupóstum en án þess að gripið væri til aðgerða. Í einum póstinum kemur skýrt fram að sendandinn hefur enga trú á sannleiksgildi frásagna sveitarinnar, þar sem það hafi verið að gerast „í tíunda skiptið á tveimur vikum“ að maður var sendur inn í bygginguna og hafi „birst aftur með AK“. Þá hafi þeir farið inn í aðra byggingu þar sem maður fór inn og greip handsprengju sem var á bakvið gardínu... í áttunda skiptið. „Það er ekki hægt að skálda þetta!“ segir kaldhæðnislega í tölvupóstinum. BBC segir áhyggjur yfirmanna að lokum hafa orðið til þess að sveitin var rannsökuð en einstaklingurinn sem fór með rannsóknina gerði ekkert annað en að tala við liðsmenn sveitarinnar og þá var sá sem lagði blessun sína yfir skýrslu hans enginn annar en yfirmaður sveitarinnar. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Bretland Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. 3. desember 2020 16:34 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun BBC virðist ein sveit hafa myrt allt að 54 á sex mánuðum. Blaðamenn BBC Panorama fóru yfir hundruð skjala er vörðuðu aðgerðir SAS, þar á meðal fjölda skýrslna um húsleitir einnar sveitar á heimilum fólks í Helmand veturinn 2010 til 2011. Leitirnar voru kallaðar „drepa eða fanga“ aðgerðir. Umfjöllun BBC byggir meðal annars á vitnisburði einstaklinga sem störfuðu með umræddri sveit, sem sögðust hafa orðið vitni að því þegar liðsmenn hennar myrtu óvopnaða einstaklinga í skjóli nætur. Þá segjast þau hafa séð hvernig vopnum var komið fyrir á vettvangi til að réttlæta drápin. Nokkrir viðmælenda miðilsins sögðu SAS-sveitirnar hafa verið í keppni um fjölda drápa og að umrædd sveit hafi unnið að því að verða fleirum að bana en sveitin sem hún leysti af hólmi. Þrátt fyrir áhyggjur meðal háttsettra yfirmanna af ólögmætum drápum sveitanna voru þau ekki tilkynnt til herlögreglunnar, eins og ber að gera. Frásagnir sveitarinnar með ólíkindum Húsleitir sveitanna virðast hafa farið fram með þeim hætti að öllum í húsinu var skipað að koma út, þarnæst voru hendur þeirra bundnar en farið inn með einn karlmann sem var ætlað að aðstoða við leitina. Blaðamenn BBC fundu grunsamlegar margar lýsingar sem voru allar á sama veg; farið var með manninn inn, hann dregur fram vopn sem var falið á bakvið gluggatjöld eða húsgagn og er skotinn í sjálfsvörn. Fjöldi þeirra vopna sem gerð voru upptæk í leitunum rímar engan veginn við fjölda þeirra sem var drepinn. Þá ber að geta þess að á sama tíma og umrædd sveit varð að minnsta kosti hundrað manns að bana á sex mánuðum, er þess hvergi getið að einn einasta liðsmann sveitarinnar hafi sakað. Samkvæmt umfjöllun BBC var Mark Carleton-Smith, yfirmanni sérsveita breska hersins, gert viðvart um hin meintu ólögmætu dráp en hann tilkynnti málið ekki til herlögreglu eins og honum bar. Þá var málið ítrekað rætt í tölvupóstum en án þess að gripið væri til aðgerða. Í einum póstinum kemur skýrt fram að sendandinn hefur enga trú á sannleiksgildi frásagna sveitarinnar, þar sem það hafi verið að gerast „í tíunda skiptið á tveimur vikum“ að maður var sendur inn í bygginguna og hafi „birst aftur með AK“. Þá hafi þeir farið inn í aðra byggingu þar sem maður fór inn og greip handsprengju sem var á bakvið gardínu... í áttunda skiptið. „Það er ekki hægt að skálda þetta!“ segir kaldhæðnislega í tölvupóstinum. BBC segir áhyggjur yfirmanna að lokum hafa orðið til þess að sveitin var rannsökuð en einstaklingurinn sem fór með rannsóknina gerði ekkert annað en að tala við liðsmenn sveitarinnar og þá var sá sem lagði blessun sína yfir skýrslu hans enginn annar en yfirmaður sveitarinnar. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Bretland Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. 3. desember 2020 16:34 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. 3. desember 2020 16:34
Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03
Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32
Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08