Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy átti fund með Mark Rutte forsætisráðherra Hollands í Kænugarði í dag. Næst komandi sunnudag eru átta ár frá því aðskilnaðarsinnar í Donbas skutu niður farþegaþotu Malaysia Airlines með fjölda Hollendinga um borð hinn 17. júlí 2014 með rússneskri eldflaug. AP/Andrew Kravchenko Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. Rússar ná enn að valda miklu eigna- og manntjóni með árásum á borgir og bæi í Úkraínu. Nú er talið að 31 hafi fallið í árás þeirra á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar skammt suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði á laugardag, þar sem tugir að auki særðust. Bærinn er heimabær Úkraínuforseta. Úkraínumenn segjast líka hafa náð árangri með nýfengnum langdrægum fjölodda færanlegum skotpöllum sem þeir fengu frá Bandaríkjamönnum. Þeir hafi sprengt hergagnageymslu Rússa í bænum Nova Kakhovka í suðurhluta landsins í gær og fellt þar með tugi rússneskra hermanna. Rússneska ríkissjónvarpið sakar Úkraínumenn hins vegar um stríðsglæpi og segir eldflaugarnar hafa lent á íbúðarhúsnæði. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa Rússar skúrfað fyrir gasflutninga til margra ríkja Evrópusambandsins. Í gær skrúfuðu þeir fyrir gas um Nord Stream 1 lögnina til Þýskalands, að sögn vegna viðhalds á túrbínu í Kanada.AP/Jens Buettner Evrópusambandið hefur búist við að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til Evrópuríkja og í gær skrúfuðu þeir algerlega fyrir flutninga með Nord Stream 1 lögninni til Þýskalands. Túrbína úr Nord Stream 1 hefur verið í viðgerð í Kanada og ætla Kanadamenn að skila henni aftur til Þýsklanda nú þegar viðgerð er lokið. Fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum Rússa á borgir og bæi frá því innrásin hófst. Hér syrgir Viktor Kolesnik Natalia Kolesnik eiginkonu sína sem lést í sprengjuárás á Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Rússum. Úkraínuforseti fer yfir stöðuna á vígstöðvunum. Hann segir Evrópuríki ekki mega láta undan kröfum hryðjuverkaríkisins Rússlands, þótt þau óttist að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til þeirra.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu „Ef hryðjuverkaríki getur þvingað fram svona undanþágu frá refsiaðgerðum hvaða undanþágu vill það fá á morgun eða hinn daginn? Þetta er mjög hættuleg spurning. Hún er ekki bara hættuleg fyrir Úkraínu heldur öllum löndum hins lýðræðislega heims,“ sagði Zelenskyy í gærkvöldi. Þótt Rússum hafi ekki tekist að ná annarri stærstu borg Úkraínu, Kharkiv, á sitt vald í upphafi stríðsins, halda þeir enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgina. Þar féllu þrír og fjöldi særðist í gær. Nadezhda Slezhuk, 76 ára íbúi Kharkiv vandar Vladimir Putin forseta Rússlands ekki kveðjurnar. „Pútín, þú ert skepna. Hvað hefurðu gert? Það er gamalt fólk hérna og þú ferð svo illa með það. Þú munt brenna í helvíti ásamt þínu fólki. En það er ekki fólkinu að kenna. Það er þér að kenna. Hvernig geturðu gert svona lagað,“ sagði miður sín þar sem hún stóð framan við húsarústir. Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Þýskaland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Rússar ná enn að valda miklu eigna- og manntjóni með árásum á borgir og bæi í Úkraínu. Nú er talið að 31 hafi fallið í árás þeirra á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar skammt suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði á laugardag, þar sem tugir að auki særðust. Bærinn er heimabær Úkraínuforseta. Úkraínumenn segjast líka hafa náð árangri með nýfengnum langdrægum fjölodda færanlegum skotpöllum sem þeir fengu frá Bandaríkjamönnum. Þeir hafi sprengt hergagnageymslu Rússa í bænum Nova Kakhovka í suðurhluta landsins í gær og fellt þar með tugi rússneskra hermanna. Rússneska ríkissjónvarpið sakar Úkraínumenn hins vegar um stríðsglæpi og segir eldflaugarnar hafa lent á íbúðarhúsnæði. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa Rússar skúrfað fyrir gasflutninga til margra ríkja Evrópusambandsins. Í gær skrúfuðu þeir fyrir gas um Nord Stream 1 lögnina til Þýskalands, að sögn vegna viðhalds á túrbínu í Kanada.AP/Jens Buettner Evrópusambandið hefur búist við að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til Evrópuríkja og í gær skrúfuðu þeir algerlega fyrir flutninga með Nord Stream 1 lögninni til Þýskalands. Túrbína úr Nord Stream 1 hefur verið í viðgerð í Kanada og ætla Kanadamenn að skila henni aftur til Þýsklanda nú þegar viðgerð er lokið. Fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum Rússa á borgir og bæi frá því innrásin hófst. Hér syrgir Viktor Kolesnik Natalia Kolesnik eiginkonu sína sem lést í sprengjuárás á Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Rússum. Úkraínuforseti fer yfir stöðuna á vígstöðvunum. Hann segir Evrópuríki ekki mega láta undan kröfum hryðjuverkaríkisins Rússlands, þótt þau óttist að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til þeirra.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu „Ef hryðjuverkaríki getur þvingað fram svona undanþágu frá refsiaðgerðum hvaða undanþágu vill það fá á morgun eða hinn daginn? Þetta er mjög hættuleg spurning. Hún er ekki bara hættuleg fyrir Úkraínu heldur öllum löndum hins lýðræðislega heims,“ sagði Zelenskyy í gærkvöldi. Þótt Rússum hafi ekki tekist að ná annarri stærstu borg Úkraínu, Kharkiv, á sitt vald í upphafi stríðsins, halda þeir enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgina. Þar féllu þrír og fjöldi særðist í gær. Nadezhda Slezhuk, 76 ára íbúi Kharkiv vandar Vladimir Putin forseta Rússlands ekki kveðjurnar. „Pútín, þú ert skepna. Hvað hefurðu gert? Það er gamalt fólk hérna og þú ferð svo illa með það. Þú munt brenna í helvíti ásamt þínu fólki. En það er ekki fólkinu að kenna. Það er þér að kenna. Hvernig geturðu gert svona lagað,“ sagði miður sín þar sem hún stóð framan við húsarústir.
Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Þýskaland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01
Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23