Hægt verði með samstilltu átaki að lyfta grettistaki í að gera húsnæði öruggara Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júlí 2022 21:40 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra við undirritun rammasamkomulagsins í dag. Vísir/Sigurjón Innviðaráðherra segir ríki og sveitarfélög geta lyft grettistaki á húsnæðismarkaði með nýjum rammasamningi. Í fyrsta sinn hafi samkomulag verið gert milli ríkis og sveitarfélaga þar sem hægt sé að leita sameiginlegra lausna en byggja þurfi tugþúsundir íbúða næsta áratuginn. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, og innviðaráðherra voru meðal þeirra sem undirrituðu rammasamninginn í dag en í honum kemur fram að byggja þurfi 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum um land allt. „Hér erum við að gera rammasamkomulag við sveitarfélögin um að sveitarfélögin séu tilbúin á hverjum tíma að vera með nægilega margar byggingarhæfar lóðir þannig að hægt sé að byggja þessar íbúðir, ekki síst þær sem að við viljum byggja á svokölluðu viðráðanlegu verði,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Byggja þurfi fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári næstu fimm ár þar á eftir, miðað við að 30 prósent þeirra íbúða verði á viðráðanlegu verði og fimm prósent verði félagslegar íbúðir. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Vísir/Sigurjón Stórt skref í samvinnu Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það nú undir sveitarfélögunum komið að gera samning við ríkið, eftir að þeir hafa skoðað stöðuna heima í héraði með tilliti til húsnæðisáætlana. „Sveitastjórnarmenn, í samvinnu við sitt fólk, verða auðvitað að meta það hvort þörf sé á svona úrræðum eða ekki, en ég held að það sé á mjög mörgum stöðum nauðsynlegt að grípa til einhvers konar aðgerða til uppbyggingar á íbúðarhúsnæði,“ segir Aldís. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og með honum geta ríki og sveitarfélög gert með sér samkomulag um sameiginlega sýn á aðgerðir og umbætur. Aldís segir þetta stórt skref. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Sigurjón „Það er svo mikilvægt að muna að það er ekki bara hægt að gera kröfu á sveitarfélögin um að úthluta lóðum undir íbúðarhúsnæði, heldur verður að muna að þeim úthlutunum fylgja alls konar aðrar skuldbindingar hjá sveitarfélögum, oft á tíðum mjög kostnaðarsamar, og þá er mikilvægt að vita til þess að við getum leitað sameiginlegra leiða og lausna varðandi uppbyggingu slíkra innviða,“ segir hún. Halda áætlun þrátt fyrir kólnandi fasteignamarkað Í nýjustu mánaðarskýrslu HMS kemur fram að merki séu um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem framboð hafi aukist og eftirspurn minnkað. Innviðaráðherra segir þó ljóst að uppsöfnuð þörf sé til staðar, ekki síst frá þessu ári, og að til mikils sé að vinna. „Ríkisstjórnin er alveg einhuga um að standa við bakið á þessari uppbyggingu. Þetta kallar auðvitað á einhver fjárútlát í fjárlögum næsta árs og næstu ára, en það er líka eitthvað sem við höfum verið að ræða meðal annars við aðila vinnumarkaðarins sem hafa verið þátttakendur í þessari vinnu líka,“ segir Sigurður Ingi um framhaldið. „Ég er sannfærður um það að með svona samstilltu átaki, samvinnu margra, að þá munum við lyfta grettistaki í að gera húsnæði öruggara á Íslandi,“ segir Sigurður Ingi. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. 12. júlí 2022 13:01 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, og innviðaráðherra voru meðal þeirra sem undirrituðu rammasamninginn í dag en í honum kemur fram að byggja þurfi 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum um land allt. „Hér erum við að gera rammasamkomulag við sveitarfélögin um að sveitarfélögin séu tilbúin á hverjum tíma að vera með nægilega margar byggingarhæfar lóðir þannig að hægt sé að byggja þessar íbúðir, ekki síst þær sem að við viljum byggja á svokölluðu viðráðanlegu verði,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Byggja þurfi fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári næstu fimm ár þar á eftir, miðað við að 30 prósent þeirra íbúða verði á viðráðanlegu verði og fimm prósent verði félagslegar íbúðir. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Vísir/Sigurjón Stórt skref í samvinnu Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það nú undir sveitarfélögunum komið að gera samning við ríkið, eftir að þeir hafa skoðað stöðuna heima í héraði með tilliti til húsnæðisáætlana. „Sveitastjórnarmenn, í samvinnu við sitt fólk, verða auðvitað að meta það hvort þörf sé á svona úrræðum eða ekki, en ég held að það sé á mjög mörgum stöðum nauðsynlegt að grípa til einhvers konar aðgerða til uppbyggingar á íbúðarhúsnæði,“ segir Aldís. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og með honum geta ríki og sveitarfélög gert með sér samkomulag um sameiginlega sýn á aðgerðir og umbætur. Aldís segir þetta stórt skref. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Sigurjón „Það er svo mikilvægt að muna að það er ekki bara hægt að gera kröfu á sveitarfélögin um að úthluta lóðum undir íbúðarhúsnæði, heldur verður að muna að þeim úthlutunum fylgja alls konar aðrar skuldbindingar hjá sveitarfélögum, oft á tíðum mjög kostnaðarsamar, og þá er mikilvægt að vita til þess að við getum leitað sameiginlegra leiða og lausna varðandi uppbyggingu slíkra innviða,“ segir hún. Halda áætlun þrátt fyrir kólnandi fasteignamarkað Í nýjustu mánaðarskýrslu HMS kemur fram að merki séu um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem framboð hafi aukist og eftirspurn minnkað. Innviðaráðherra segir þó ljóst að uppsöfnuð þörf sé til staðar, ekki síst frá þessu ári, og að til mikils sé að vinna. „Ríkisstjórnin er alveg einhuga um að standa við bakið á þessari uppbyggingu. Þetta kallar auðvitað á einhver fjárútlát í fjárlögum næsta árs og næstu ára, en það er líka eitthvað sem við höfum verið að ræða meðal annars við aðila vinnumarkaðarins sem hafa verið þátttakendur í þessari vinnu líka,“ segir Sigurður Ingi um framhaldið. „Ég er sannfærður um það að með svona samstilltu átaki, samvinnu margra, að þá munum við lyfta grettistaki í að gera húsnæði öruggara á Íslandi,“ segir Sigurður Ingi.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. 12. júlí 2022 13:01 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. 12. júlí 2022 13:01
35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23
Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00