„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 21:51 Arnar er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira