„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 21:51 Arnar er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira