Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og liðsfélagar þeirra í Magdeburg koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar. Liðið tryggði sér sigur á mótinu með nokkuð öruggum fimm marka sigri gegn Barcelona í október á síðasta ári.
Þá tilkynnti alþjóðahandknattleikssambandið IHF hvaða tvö lið fengju svokallað „Wildcard“ sæti á mótinu í gærkvöldi. Liðin tvö eru nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Benfica og pólsku meistararnir í Lomza Industria Kielce, en Haukur Þrastarson leikur með pólska liðinu. Sigvaldi Guðjónsson er einnig á mála hjá Kielce, en hann er á leið til Kolstad í Noregi fyrir næsta tímabil.
Both SL Benfica and Łomza Industria Kielce today received wildcards for the IHF Super Globe 2022 in Saudi Arabia. The competition will be played from 17–23 October in Dammam.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) July 12, 2022
The teams so far:#handball pic.twitter.com/d7xzOedzIQ
Alls taka 12 lið þátt á mótinu. Þar á meðal eru lið á borð við Barcelona og egypsku meistarana í Al Ahly. Enn eiga þrjú lið eftir að bætast í hópinn, en afar ólíklegt verður að teljast að við Íslendingar munum eiga fulltrúa í þeim liðum.
Þau lið sem eiga eftir að vinna sér inn þátttökurétt munu koma frá Norður-Ameríku, og tvö frá Sádí-Arabíu þar sem mótið verður haldið.