Björn Zoëga formaður nýrrar stjórnar Landspítala Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júlí 2022 17:29 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra og er nú orðinn formaður stjórnar Landspítala. Karolinska Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Landspítala til tveggja ára en stjórnin er skipuð af fimm einstaklingum í senn. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð, verður formaður stjórnarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnin er skipuð en markmið hennar er að styrkja stöðu og hlutverk Landspítala sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins. Stjórninni er ætlað að marka Landspítala langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra. Í lögum um stjórnina segir að í henni skuli sitja einstaklingar sem hafa þekkingu á rekstri og áætlanagerð, á heilbrigðisþjónustu, vísindarannsóknum á heilbrigðissviði , menntun heilbrigðisstétta, og á opinberri stjórnsýslu og reglum stjórnsýsluréttar. Nýja stjórn skipa: Björn Zoëga, forstjóri og bæklunarskurðlæknir, formaður stjórnar. Gunnar Einarsson, fv. bæjarstjóri og doktor í stjórnun og menntunarfræðum. Höskuldur H. Ólafsson, ráðgjafi og viðskiptafræðingur. Ingileif Jónsdóttir, deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun, varaformaður stjórnar. Varamenn eru Birgir Gunnarsson og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. Þá munu tveir áheyrnarfulltrúar starfsmanna vera í stjórninni, þau Marta Jóns Hjördísardóttir, hjúkrunarfræðingur, og Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir. Varamaður þeirra er Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, náttúrufræðingur. Þau eru með málfrelsi og tillögurétt innan stjórnarinnar en án atkvæðisréttar. „Ég er sannfærður um að þessi nýja stjórn muni styrkja Landspítalann. Samsetning hennar endurspeglar þá breidd og þekkingu sem þarf til að styðja vel við spítalann í allri stefnumótun, rekstri og ákvarðanatöku. Það skilar sér svo í bættu starfsumhverfi, þjónustu og getu kerfisins til að takast á við framtíðaráskoranir,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, um skipunina. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnin er skipuð en markmið hennar er að styrkja stöðu og hlutverk Landspítala sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins. Stjórninni er ætlað að marka Landspítala langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra. Í lögum um stjórnina segir að í henni skuli sitja einstaklingar sem hafa þekkingu á rekstri og áætlanagerð, á heilbrigðisþjónustu, vísindarannsóknum á heilbrigðissviði , menntun heilbrigðisstétta, og á opinberri stjórnsýslu og reglum stjórnsýsluréttar. Nýja stjórn skipa: Björn Zoëga, forstjóri og bæklunarskurðlæknir, formaður stjórnar. Gunnar Einarsson, fv. bæjarstjóri og doktor í stjórnun og menntunarfræðum. Höskuldur H. Ólafsson, ráðgjafi og viðskiptafræðingur. Ingileif Jónsdóttir, deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun, varaformaður stjórnar. Varamenn eru Birgir Gunnarsson og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. Þá munu tveir áheyrnarfulltrúar starfsmanna vera í stjórninni, þau Marta Jóns Hjördísardóttir, hjúkrunarfræðingur, og Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir. Varamaður þeirra er Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, náttúrufræðingur. Þau eru með málfrelsi og tillögurétt innan stjórnarinnar en án atkvæðisréttar. „Ég er sannfærður um að þessi nýja stjórn muni styrkja Landspítalann. Samsetning hennar endurspeglar þá breidd og þekkingu sem þarf til að styðja vel við spítalann í allri stefnumótun, rekstri og ákvarðanatöku. Það skilar sér svo í bættu starfsumhverfi, þjónustu og getu kerfisins til að takast á við framtíðaráskoranir,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, um skipunina.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira