Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 19:45 Mjög róstursamt hefur verið á Sri Lanka undanfarna viku þar sem mótmælendum hefur tekist að hrekja forseta landsins úr landi. Lögregla beitti bæði táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur í dag sem náðu þó að yfirtaka skrifstofubyggingu forsætisráðherrans. AP/Eranga Jayawardena Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota. Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota.
Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48
Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42