Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 19:45 Mjög róstursamt hefur verið á Sri Lanka undanfarna viku þar sem mótmælendum hefur tekist að hrekja forseta landsins úr landi. Lögregla beitti bæði táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur í dag sem náðu þó að yfirtaka skrifstofubyggingu forsætisráðherrans. AP/Eranga Jayawardena Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota. Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota.
Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48
Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42