Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 12:16 óundirbúnað fyrirspurnir á Alþingi vegna sölunnar á Íslandsbanka Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins. Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór.
Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira