Flækjufótur Gunnar Dan Wiium skrifar 15. júlí 2022 07:01 Ég heyri fólk oft segja að nauðsynlegt sé að flækja hlutina ekki of mikið. Að flækja ekki hlutina felur í sér ákveðna rútínu þar sem maðurinn þekkir leiðina og kemst kannski hjá því að vera í óvissu sem oft fylgir flækjum. Afhverju myndi ég biðja aðra manneskju að flækja hlutina ekki of mikið? Ég held að það sé mikilvæg spurning sem krefst þess að ég einmitt þurfi að flækja hlutina svolítið. Ég myndi líklega biðja aðra manneksju ekki að flækja hlutina að óþörfu vegna þess að mér fyndist að einhverju væri ógnað. Flækjur annara eða hegðun, skilningur annara sem ég gæti túlkað sem stjórnleysi ógnar minni hugmyndarfræði ef ég sit fastur og neita að hreyfa mig. Ef ég held eitthvað um eitthvað þá er ég vís til að halda fast í skilning gærdagsins í þeirri von að hann dugi mér í dag eða á morgun. Það má í raun segja í því samhengi að þessi óbilgirni leiði af sér stöðuga þjáningu ef ég er forritaður á þennan hátt. Það má segja að ranghugmyndin sé að hugmyndum eða einna heldur lífsviðhorfum sé viðhaldið án fyrirvara um breytingar því umhverfið er á stöðugri hreyfingu og krefst breytinga. Tek dæmi. Ég hef allt mitt líf haldið að aðeins væru tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, það var mér kennt, ég var forritaður að svo sé. Svo líður tíminn og svo allt í einu eru upplýsingar sem segja að ekki séu kynin tvö heldur mörg, mjög mörg. Ég segi því, krakkar ekki flækja þetta svona en samfélagið segir að tími kerfi tveggja kynja sé liðin. Þá stend ég frammi fyrir því að endurforrita hugmyndir mínar hvað varðar kyn eða upplifa sársaukan sem hlýst af því að minn raunverukleiki nuddist utan í raunveruleika samfélagsins.Samfélagið er í vexti og nú er allt voða opið í samanburði hvar við vorum í gær en pólitískur réttrúnaður er fljótið sem línan er strengd yfir og línan er þessi fyrirvari um að skilningur dagsins í dag sé úreldur á morgun svo hver veit, á morgun gætu kynin verið aðeins 1 í stað, hvað veit ég, þeirra 53 sem þau eru held ég í dag. Þetta á við svo margt, fólk hefur sagt við mig nánast alla ævi að vera ekki að flækja þetta svona og með tímanum fór ég að halda að það væri eitthvað að mér. Ég hef svo með tímanum komist að því að það er einmitt ekkert að mér heldur þeim sem neitar að spyrja spurninga því hinn sá sami telur sig vita svarið. Það er viss hverful fullnæging í að vita svarið, að vita stöff, að vita er léttir fyrir örvæntingarfullan mannshugan. Vitneskja getur maðurinn upplifað sem stjórn og það er einmitt það sem maðurinn sækist eftir síendurtekið, stjórn. Tala nú ekki um ef ég get sagt að einhver annar hafi rangt fyrir sér þá í raun er ég að segja að ég viti rétt og þar af leiðandi að ég sé til, égið sækist alltaf eftir því að staðfesta sína eigin tilveru, svolítið eins og grípa og handleika loft. Lélegustu vísindamennirnar eru þeir sem finna sig knúnna til að vita og skilja niðurstöðu rannsóknar áður en sjálf rannsóknin fer fram. Lélegustu vísindamennirnir sópa niðurstöðu í ruslið ef hún samræmist ekki þeim sannleika sem þeir telja sig búa yfir. Þess vegna eru vísindin á svo mörgum sviðum stopp og keyrð áfram af hagsmunum örfárra stökkbreyttra kapitalista. Græðgi framar vexti og heilun, betra að hafa markaðinn sjúkan svo hægt sé að selja honum linnun þeirra einkenna sem eru honum sýnileg. En við erum öll vísindamanneskjur, við eigum að rannsaka og gera tilraunir. Okkur á að mistakast aftur og aftur þar til vegurinn er fundinn og svo þegar hann er fundinn endar hann við leitum af nýjum. Ég ætla ekki að flækja þetta neitt mikið meira. Því segi ég, að um gera að flækja þetta nógu mikið til að upplifa vöxt. Sársaukinn er okkur mælikvarði á hvenar og hvort við ekki þurfum að fara að flækja þetta aðeins, spyrja spurninga, efast um hvað fólk segir, mynda okkur nýjar skoðanir og útfrá vitneskju tvinnuð í innsæi. Efumst um skilaboð yfirvalds og við munum upplifa raunverulega sjálfbærni hins upplýsta alvalds sem býr innra með okkur öllum. Að segja við aðra manneskju að flækja þetta ekki svona mikið getur auðveldlega verið hreint ofbeldi og ber manni að standa teinréttur gagnvart slíkum skipunum og hunsa þær. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi Þvottahússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heyri fólk oft segja að nauðsynlegt sé að flækja hlutina ekki of mikið. Að flækja ekki hlutina felur í sér ákveðna rútínu þar sem maðurinn þekkir leiðina og kemst kannski hjá því að vera í óvissu sem oft fylgir flækjum. Afhverju myndi ég biðja aðra manneskju að flækja hlutina ekki of mikið? Ég held að það sé mikilvæg spurning sem krefst þess að ég einmitt þurfi að flækja hlutina svolítið. Ég myndi líklega biðja aðra manneksju ekki að flækja hlutina að óþörfu vegna þess að mér fyndist að einhverju væri ógnað. Flækjur annara eða hegðun, skilningur annara sem ég gæti túlkað sem stjórnleysi ógnar minni hugmyndarfræði ef ég sit fastur og neita að hreyfa mig. Ef ég held eitthvað um eitthvað þá er ég vís til að halda fast í skilning gærdagsins í þeirri von að hann dugi mér í dag eða á morgun. Það má í raun segja í því samhengi að þessi óbilgirni leiði af sér stöðuga þjáningu ef ég er forritaður á þennan hátt. Það má segja að ranghugmyndin sé að hugmyndum eða einna heldur lífsviðhorfum sé viðhaldið án fyrirvara um breytingar því umhverfið er á stöðugri hreyfingu og krefst breytinga. Tek dæmi. Ég hef allt mitt líf haldið að aðeins væru tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, það var mér kennt, ég var forritaður að svo sé. Svo líður tíminn og svo allt í einu eru upplýsingar sem segja að ekki séu kynin tvö heldur mörg, mjög mörg. Ég segi því, krakkar ekki flækja þetta svona en samfélagið segir að tími kerfi tveggja kynja sé liðin. Þá stend ég frammi fyrir því að endurforrita hugmyndir mínar hvað varðar kyn eða upplifa sársaukan sem hlýst af því að minn raunverukleiki nuddist utan í raunveruleika samfélagsins.Samfélagið er í vexti og nú er allt voða opið í samanburði hvar við vorum í gær en pólitískur réttrúnaður er fljótið sem línan er strengd yfir og línan er þessi fyrirvari um að skilningur dagsins í dag sé úreldur á morgun svo hver veit, á morgun gætu kynin verið aðeins 1 í stað, hvað veit ég, þeirra 53 sem þau eru held ég í dag. Þetta á við svo margt, fólk hefur sagt við mig nánast alla ævi að vera ekki að flækja þetta svona og með tímanum fór ég að halda að það væri eitthvað að mér. Ég hef svo með tímanum komist að því að það er einmitt ekkert að mér heldur þeim sem neitar að spyrja spurninga því hinn sá sami telur sig vita svarið. Það er viss hverful fullnæging í að vita svarið, að vita stöff, að vita er léttir fyrir örvæntingarfullan mannshugan. Vitneskja getur maðurinn upplifað sem stjórn og það er einmitt það sem maðurinn sækist eftir síendurtekið, stjórn. Tala nú ekki um ef ég get sagt að einhver annar hafi rangt fyrir sér þá í raun er ég að segja að ég viti rétt og þar af leiðandi að ég sé til, égið sækist alltaf eftir því að staðfesta sína eigin tilveru, svolítið eins og grípa og handleika loft. Lélegustu vísindamennirnar eru þeir sem finna sig knúnna til að vita og skilja niðurstöðu rannsóknar áður en sjálf rannsóknin fer fram. Lélegustu vísindamennirnir sópa niðurstöðu í ruslið ef hún samræmist ekki þeim sannleika sem þeir telja sig búa yfir. Þess vegna eru vísindin á svo mörgum sviðum stopp og keyrð áfram af hagsmunum örfárra stökkbreyttra kapitalista. Græðgi framar vexti og heilun, betra að hafa markaðinn sjúkan svo hægt sé að selja honum linnun þeirra einkenna sem eru honum sýnileg. En við erum öll vísindamanneskjur, við eigum að rannsaka og gera tilraunir. Okkur á að mistakast aftur og aftur þar til vegurinn er fundinn og svo þegar hann er fundinn endar hann við leitum af nýjum. Ég ætla ekki að flækja þetta neitt mikið meira. Því segi ég, að um gera að flækja þetta nógu mikið til að upplifa vöxt. Sársaukinn er okkur mælikvarði á hvenar og hvort við ekki þurfum að fara að flækja þetta aðeins, spyrja spurninga, efast um hvað fólk segir, mynda okkur nýjar skoðanir og útfrá vitneskju tvinnuð í innsæi. Efumst um skilaboð yfirvalds og við munum upplifa raunverulega sjálfbærni hins upplýsta alvalds sem býr innra með okkur öllum. Að segja við aðra manneskju að flækja þetta ekki svona mikið getur auðveldlega verið hreint ofbeldi og ber manni að standa teinréttur gagnvart slíkum skipunum og hunsa þær. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi Þvottahússins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun