Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2022 14:53 Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. „Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið. Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið.
Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira