Raphinha genginn í raðir Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 14:10 Joan Laporta, forseti Barcelona, og nýjasta viðbótin við leikmannahópinn. Barcelona Þrátt fyrir að því virðist að eiga engan pening heldur spænska knattspyrnuliðið Barcelona áfram að festa kaup á nýjum leikmönnum. Nýjasta viðbótin er brasilíski vængmaðurinn Raphinha. Hinn 25 ára gamli Raphinha hefur staðið sig með prýði hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Þar áður lék hann með Rennes í Frakklandi og Sporting Lissabon í Portúgal. Hann kostar Barcelona 58 milljónir evra. Það var snemma ljóst í sumar að Raphinha yrði ekki áfram í herbúðum Leeds United en ásamt því að vera eftirsóttur af Lundúnarliðunum Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur þá fylgdist Barcelona grannt með gangi máli. Raphinha vildi alltaf fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta. Hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Börsunga í dag. Skrifar hann undir samning til ársins 2027. Raphinha & @BarcaAcademy pic.twitter.com/535G209SEn— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 15, 2022 Þrátt fyrir að standa í allskyns fjármálalimbó þá hefur Barcelona verið duglegt að sækja leikmenn í sumar. Franck Kessié og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu og þá hefur félagið verið orðað við haug af leikmönnum. Til að fjármagna allt þetta virðist sem Frenkie de Jong þurfi að fara til Manchester United en sú sala strandar á þeirri staðreynd að Börsungar skulda Frenkie dágóða summu sem hann vill ekki láta eftir. Það breytir ekki því að Barcelona er komið með nýjan brasilískan vængmann en þeir hafa oftar en ekki gert gott mót á Nývangi. Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Raphinha hefur staðið sig með prýði hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Þar áður lék hann með Rennes í Frakklandi og Sporting Lissabon í Portúgal. Hann kostar Barcelona 58 milljónir evra. Það var snemma ljóst í sumar að Raphinha yrði ekki áfram í herbúðum Leeds United en ásamt því að vera eftirsóttur af Lundúnarliðunum Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur þá fylgdist Barcelona grannt með gangi máli. Raphinha vildi alltaf fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta. Hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Börsunga í dag. Skrifar hann undir samning til ársins 2027. Raphinha & @BarcaAcademy pic.twitter.com/535G209SEn— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 15, 2022 Þrátt fyrir að standa í allskyns fjármálalimbó þá hefur Barcelona verið duglegt að sækja leikmenn í sumar. Franck Kessié og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu og þá hefur félagið verið orðað við haug af leikmönnum. Til að fjármagna allt þetta virðist sem Frenkie de Jong þurfi að fara til Manchester United en sú sala strandar á þeirri staðreynd að Börsungar skulda Frenkie dágóða summu sem hann vill ekki láta eftir. Það breytir ekki því að Barcelona er komið með nýjan brasilískan vængmann en þeir hafa oftar en ekki gert gott mót á Nývangi.
Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31
Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00