KR spilaði heimaleik á útivelli: Stuðningsmenn Pogoń settu lit sinn á leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 15:01 Rífandi stemning. Vísir/Diego KR vann 1-0 sigur á pólska liðinu Pogoń í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Stuðningsmenn gestanna settu skemmtilegan svip á leikinn en nokkur hundruð mættu á Meistarvelli til að sjá lið sitt tapa. Segja má að þeir hafi verið vægast ósáttir með úrslit leiksins. Eftir að hafa pakkað heimaleiknum saman þá mætti fjöldinn allur af stuðningsmönnum Pogon hingað til lands til að sjá sína menn rúlla upp sveitastrákunum í KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR sagði fyrir leik að hans menn hefðu ekki staðið sig nægilega vel í Póllandi og ætluðu að bæta upp fyrir það á eigin heimavelli. Segja má að leikplan Rúnars hafi gengið upp en KR liðið spilaði þétta vörn og ef liðið hefði nýtt sóknir sínar örlítið betur hefði eflaust farið um leikmenn Pogon. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik er hann kláraði afbragðsvel eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni frá vinstri. Leiknum lauk með 1-0 sigri KR og voru stuðningsmenn Pogon allt annað en sáttir með úrslit leiksins. Margir þeirra eflaust nokkuð þreyttir en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 og Vísis settu þeir ákveðinn blæ á skemmtanalíf Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið. Fór það svo að Kamil Grosicki, landsliðsmaður Póllands, þurfti að fara og róa mannskapinn eftir leik. Ræddi hann við stuðningsmenn liðsins í drykklanga stund. Þó stuðningsmennirnir hafi ekki verið sáttir ákváðu þeir að vera ekki með frekari uppsteit og koma sér heim á leið, gæslunni á Meistaravöllum til mikillar gleði. Það var vel mætt í Vesturbæinn.Vísir/Diego Farið var yfir hamaganginn í gestunum í Sambandsdeildar-Stúkunni að leik loknum. Þar ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson um sigra KR og Breiðabliks í Sambandsdeildinni í gær. Hér að neðan má sjá umræðuna um litríka stuðningsmenn Pogon. Klippa: Stuðningsmenn Pogon tóku yfir Vesturbæinn Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Eftir að hafa pakkað heimaleiknum saman þá mætti fjöldinn allur af stuðningsmönnum Pogon hingað til lands til að sjá sína menn rúlla upp sveitastrákunum í KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR sagði fyrir leik að hans menn hefðu ekki staðið sig nægilega vel í Póllandi og ætluðu að bæta upp fyrir það á eigin heimavelli. Segja má að leikplan Rúnars hafi gengið upp en KR liðið spilaði þétta vörn og ef liðið hefði nýtt sóknir sínar örlítið betur hefði eflaust farið um leikmenn Pogon. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik er hann kláraði afbragðsvel eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni frá vinstri. Leiknum lauk með 1-0 sigri KR og voru stuðningsmenn Pogon allt annað en sáttir með úrslit leiksins. Margir þeirra eflaust nokkuð þreyttir en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 og Vísis settu þeir ákveðinn blæ á skemmtanalíf Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið. Fór það svo að Kamil Grosicki, landsliðsmaður Póllands, þurfti að fara og róa mannskapinn eftir leik. Ræddi hann við stuðningsmenn liðsins í drykklanga stund. Þó stuðningsmennirnir hafi ekki verið sáttir ákváðu þeir að vera ekki með frekari uppsteit og koma sér heim á leið, gæslunni á Meistaravöllum til mikillar gleði. Það var vel mætt í Vesturbæinn.Vísir/Diego Farið var yfir hamaganginn í gestunum í Sambandsdeildar-Stúkunni að leik loknum. Þar ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson um sigra KR og Breiðabliks í Sambandsdeildinni í gær. Hér að neðan má sjá umræðuna um litríka stuðningsmenn Pogon. Klippa: Stuðningsmenn Pogon tóku yfir Vesturbæinn
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06
Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00