KR spilaði heimaleik á útivelli: Stuðningsmenn Pogoń settu lit sinn á leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 15:01 Rífandi stemning. Vísir/Diego KR vann 1-0 sigur á pólska liðinu Pogoń í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Stuðningsmenn gestanna settu skemmtilegan svip á leikinn en nokkur hundruð mættu á Meistarvelli til að sjá lið sitt tapa. Segja má að þeir hafi verið vægast ósáttir með úrslit leiksins. Eftir að hafa pakkað heimaleiknum saman þá mætti fjöldinn allur af stuðningsmönnum Pogon hingað til lands til að sjá sína menn rúlla upp sveitastrákunum í KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR sagði fyrir leik að hans menn hefðu ekki staðið sig nægilega vel í Póllandi og ætluðu að bæta upp fyrir það á eigin heimavelli. Segja má að leikplan Rúnars hafi gengið upp en KR liðið spilaði þétta vörn og ef liðið hefði nýtt sóknir sínar örlítið betur hefði eflaust farið um leikmenn Pogon. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik er hann kláraði afbragðsvel eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni frá vinstri. Leiknum lauk með 1-0 sigri KR og voru stuðningsmenn Pogon allt annað en sáttir með úrslit leiksins. Margir þeirra eflaust nokkuð þreyttir en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 og Vísis settu þeir ákveðinn blæ á skemmtanalíf Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið. Fór það svo að Kamil Grosicki, landsliðsmaður Póllands, þurfti að fara og róa mannskapinn eftir leik. Ræddi hann við stuðningsmenn liðsins í drykklanga stund. Þó stuðningsmennirnir hafi ekki verið sáttir ákváðu þeir að vera ekki með frekari uppsteit og koma sér heim á leið, gæslunni á Meistaravöllum til mikillar gleði. Það var vel mætt í Vesturbæinn.Vísir/Diego Farið var yfir hamaganginn í gestunum í Sambandsdeildar-Stúkunni að leik loknum. Þar ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson um sigra KR og Breiðabliks í Sambandsdeildinni í gær. Hér að neðan má sjá umræðuna um litríka stuðningsmenn Pogon. Klippa: Stuðningsmenn Pogon tóku yfir Vesturbæinn Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Eftir að hafa pakkað heimaleiknum saman þá mætti fjöldinn allur af stuðningsmönnum Pogon hingað til lands til að sjá sína menn rúlla upp sveitastrákunum í KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR sagði fyrir leik að hans menn hefðu ekki staðið sig nægilega vel í Póllandi og ætluðu að bæta upp fyrir það á eigin heimavelli. Segja má að leikplan Rúnars hafi gengið upp en KR liðið spilaði þétta vörn og ef liðið hefði nýtt sóknir sínar örlítið betur hefði eflaust farið um leikmenn Pogon. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik er hann kláraði afbragðsvel eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni frá vinstri. Leiknum lauk með 1-0 sigri KR og voru stuðningsmenn Pogon allt annað en sáttir með úrslit leiksins. Margir þeirra eflaust nokkuð þreyttir en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 og Vísis settu þeir ákveðinn blæ á skemmtanalíf Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið. Fór það svo að Kamil Grosicki, landsliðsmaður Póllands, þurfti að fara og róa mannskapinn eftir leik. Ræddi hann við stuðningsmenn liðsins í drykklanga stund. Þó stuðningsmennirnir hafi ekki verið sáttir ákváðu þeir að vera ekki með frekari uppsteit og koma sér heim á leið, gæslunni á Meistaravöllum til mikillar gleði. Það var vel mætt í Vesturbæinn.Vísir/Diego Farið var yfir hamaganginn í gestunum í Sambandsdeildar-Stúkunni að leik loknum. Þar ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson um sigra KR og Breiðabliks í Sambandsdeildinni í gær. Hér að neðan má sjá umræðuna um litríka stuðningsmenn Pogon. Klippa: Stuðningsmenn Pogon tóku yfir Vesturbæinn
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06
Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00