Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 20:00 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum og kynjafræðikennari. Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“
„Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira