Körfubolti

Þór Þorlákshöfn sækir liðsstyrk

Atli Arason skrifar
Pablo Hernandez í leik með Þór Akureyri gegn Þór Þorlákshöfn tímabilið 2019/20.
Pablo Hernandez í leik með Þór Akureyri gegn Þór Þorlákshöfn tímabilið 2019/20. Facebook/Þór Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn hefur samið við Spánverjann Pablo Hernandez og kemur hann til að leika með liðinu á næsta leiktímabili.

Hernandez hefur áður leikið á Íslandi en hann spilaði fyrir Þór frá Akureyri tímabilið 2019/20. Þá var Þór Akureyri undir stjórn Lárusar Jónssonar, sem er nú þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn.

Á síðasta leiktímabili spilaði Hernandez með TAU Castello í næst efstu deild á Spáni. Castello endaði tímabilið í tíunda sæti og Hernandez var með 4,8 stig, 3,1 fráköst og 0,7 stoðsendingar að meðaltali á leik

„Ég er ótrúlega spenntur að verða hluti af Þór Þorlákshöfn. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri og get ekki beðið eftir því að fara til Þorlákshafnar og hefjast handa,“ skrifaði Hernandez á Twitter í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×