Flugvélin var af gerðinni Antonov An-12 og samkvæmt fréttaveitu Reuters var hún í eigu úkraínsks fyrirtækis.
Fimmtán slökkviliðsmenn voru sendir á staðinn til að slökkva eldinn en ekki er vitað hvort einhverjir af farþegum vélarinnar hafi lifað af. Eldur logar enn í vélinni.
Þá er farmur vélarinnar talinn hættulegur og greina grískir fjölmiðlar frá því að einhverjir viðbragðsaðilar séu með grímur á svæðinu.
JUST IN Ukraine s cargo plane carrying crashes near Kavala, Greece.
— Insider Paper (@TheInsiderPaper) July 16, 2022
pic.twitter.com/EbjTzhYDiu