Fjármagna áfram hernað Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Vladimír Pútín Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun