Fótbolti

Óli Valur lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð með Aroni

Atli Arason skrifar
Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius
Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius Sirius

Óli Valur Ómarsson spilaði í 8 mínútur með Aroni Bjarnasyni hjá Sirius í sigri liðsins gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Óli Valur spilaði alls rúmar 14 mínútur í sínum fyrsta leik með liðinu. Davíð Kristján Ólafsson og Sveinn Aron Guðjohnsen fengu einnig mínútur með sínum liðum í Svíþjóð.

Óli Valur ritar undir samninginn í Svíþjóð.@siriusfotboll

Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius og spilaði í 88. mínútur í 2-0 sigri á heimavelli gegn Degerfors. Óli Valur Ómarsson kom inn af varamannabekknum á 80. mínútu.

Davíð Kristján Ólafsson byrjaði inn á hjá Kalmar og lék í 85. mínútur á útivelli í tapi gegn AIK, 1-0.

Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði meðal varamanna Elfsborg í 3-0 tapi á útivelli gegn Hammarby. Sveinn kom inn á leikvöllinn á 64. mínútu en markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat allan leikinn á varamannabekknum.

Eftir sigur Sirius er liðið í 8. sæti með 21 stig, með jafnmörg stig og Kalmar sem er í 6. sæti með betri markatölu. Elfsborg er einu stigi á eftir Sirius og Kalmar í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 14 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×