Stórtíðindi í heilsugæslu á Suðurnesjum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. júlí 2022 07:30 Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Sem fyrsti þingmaður kjördæmisins fagna ég þessu ákaflega enda fullnægir þessi framkvæmd markmiðum þingsályktunartillögu sem ég lagði fram í lok apríl þar sem Alþingi ályktaði að fela heilbrigðisráðherra að fá Sjúkratryggingar Íslands til að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Það er löngu vitað að heilsugæslan eins og hún er er löngu sprungin og annar engan veginn þeim íbúafjölda sem er á Reykjanesi. Um of langt skeið hafa íbúar á Suðurnesjum barist fyrir bættri heilsugæslu á svæðinu og löngu vitað að við núverandi ástand yrði ekki unað. Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og til viðbótar allir þeir ferðamenn sem um svæðið fara. Almennt er miðað við að hver heilsugæslustöð annist um 12.000 íbúa eða svo, þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Ekki er unnt að auka við stöðugildi við heilsugæsluna þar sem ekki er pláss fyrir fleira starfsfólk né aukna þjónustu, öll rými eru í notkun á hverjum degi og hluti starfseminnar fer fram í öðru húsnæði. Þess utan er takmarkaður fjöldi bílastæða í kringum stofnunina og skapast oft mikið öngþveiti og vandræði því tengdu. Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hefur verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar heilsugæslustöðvar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir allar 19 heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu voru ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, en þær voru allar meðal þeirra sjö heilsugæslustöðva sem efstar voru í könnuninni. Í sömu könnun var spurt um ánægju viðskiptavina með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan aftur afgerandi, en einkareknu heilsugæslustöðvarnar fjórar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru sem sagt ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra. Það er því okkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins mikið ánægjuefni að nú hefur ráðuneytið boðið út rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ. Við bindum vonir við að hún muni stórbæta ástandið og það er von mín að nú verði unnið hratt og ötullega að því að koma upp einkarekinni heilsugæslu sem verður kærkomin viðbót og liðsauki við öfluga heilsugæslu HSS. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Heilsugæsla Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Sem fyrsti þingmaður kjördæmisins fagna ég þessu ákaflega enda fullnægir þessi framkvæmd markmiðum þingsályktunartillögu sem ég lagði fram í lok apríl þar sem Alþingi ályktaði að fela heilbrigðisráðherra að fá Sjúkratryggingar Íslands til að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Það er löngu vitað að heilsugæslan eins og hún er er löngu sprungin og annar engan veginn þeim íbúafjölda sem er á Reykjanesi. Um of langt skeið hafa íbúar á Suðurnesjum barist fyrir bættri heilsugæslu á svæðinu og löngu vitað að við núverandi ástand yrði ekki unað. Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og til viðbótar allir þeir ferðamenn sem um svæðið fara. Almennt er miðað við að hver heilsugæslustöð annist um 12.000 íbúa eða svo, þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Ekki er unnt að auka við stöðugildi við heilsugæsluna þar sem ekki er pláss fyrir fleira starfsfólk né aukna þjónustu, öll rými eru í notkun á hverjum degi og hluti starfseminnar fer fram í öðru húsnæði. Þess utan er takmarkaður fjöldi bílastæða í kringum stofnunina og skapast oft mikið öngþveiti og vandræði því tengdu. Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hefur verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar heilsugæslustöðvar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir allar 19 heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu voru ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, en þær voru allar meðal þeirra sjö heilsugæslustöðva sem efstar voru í könnuninni. Í sömu könnun var spurt um ánægju viðskiptavina með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan aftur afgerandi, en einkareknu heilsugæslustöðvarnar fjórar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru sem sagt ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra. Það er því okkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins mikið ánægjuefni að nú hefur ráðuneytið boðið út rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ. Við bindum vonir við að hún muni stórbæta ástandið og það er von mín að nú verði unnið hratt og ötullega að því að koma upp einkarekinni heilsugæslu sem verður kærkomin viðbót og liðsauki við öfluga heilsugæslu HSS. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun