Þrettánfaldir úkraínskir meistarar krefja FIFA um sjö milljarða í skaðabætur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 16:30 Shaktar Donetsk krefur FIFA um skaðabætur. Milos Bicanski/Getty Images Úkraínska knattspyrnufélagið Shaktar Donetsk hefur krafið alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um tæpa sjö milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Félagið segist hafa orðið af tekjum eftir ákvörðun FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að segja upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk lið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins. Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Sjá meira
Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins.
Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Sjá meira