Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2022 17:05 Pandabirnirnir í dýragarðinum í Madríd fá vatnsmelónufrostpinna til að kæla sig niður í hitanum. AP/Bernat Armangue Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. Hitabylgjan hefur leitt til þess að á Spáni hefur hitastigið víða farið yfir 40 gráður. Til að bregðast við gríðarlegum hitanum hafa starfsmenn í dýragarðinum í Madríd gefið dýrum garðsins frostpinna sem innihalda hefðbundna fæðu þeirra. Selur gæðir sér á hráum fiski sem búið er að hylja með klaka.AP/Bernat Armangue Þannig hefur pandabjörninn Bing Xing, ein helsta stjarna dýragarðsins, ekki bara fengið sinn daglega fimmtíu kílóa bambus-skammt heldur einnig vatnsmelónufrostpinna. Nautakjötsklumparnir sem ljónin í Madríd fá til að kæla sig niður eru ekkert voðalega geðslegir.AP/Bernat Armangue Rándýrin í garðinum hafa líka fengið sína fæðu í frostpinnaformi, selirnir fá þannig fiskifrostpinna en ljónin gæða sér á ísklumpum með nautahakki. Auk ísmolafæðunnar sprauta starfsmenn dýrin með köldu vatni til að kæla þau niður. Í dýragörðum, náttúruverndarsvæðum og griðlöndum dýra vítt og breitt um Bretland hefur einnig þurft að tryggja að dýrin haldist vel vökvuð og þorni ekki upp í steikjandi hitanum. Starfsmenn ZSL dýragarðsins í Lundúnum hafa gefið dýrunum frostpinna úr sykurlausu ístei með hnetum og fræjum. Górilla spígsporar um í ZSL dýragarðinum í Lundúnum með frostklump í hendinni.ZSL London Zoo „Prímatar eins og górillur og íkornapar elska frostpinna, alveg eins og við,“ sagði Rob Harland, starfsmaður ZSL dýragarðsins í Lundúnum, við BBC. Þá sagði hann að ljónin og flóðhestarnir í garðinum hefðu sín eigin díki til að svamla í á meðan önnur dýr fengju kalda sturtu frá starfsmönnum. Dýr Spánn England Tengdar fréttir Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Hitabylgjan hefur leitt til þess að á Spáni hefur hitastigið víða farið yfir 40 gráður. Til að bregðast við gríðarlegum hitanum hafa starfsmenn í dýragarðinum í Madríd gefið dýrum garðsins frostpinna sem innihalda hefðbundna fæðu þeirra. Selur gæðir sér á hráum fiski sem búið er að hylja með klaka.AP/Bernat Armangue Þannig hefur pandabjörninn Bing Xing, ein helsta stjarna dýragarðsins, ekki bara fengið sinn daglega fimmtíu kílóa bambus-skammt heldur einnig vatnsmelónufrostpinna. Nautakjötsklumparnir sem ljónin í Madríd fá til að kæla sig niður eru ekkert voðalega geðslegir.AP/Bernat Armangue Rándýrin í garðinum hafa líka fengið sína fæðu í frostpinnaformi, selirnir fá þannig fiskifrostpinna en ljónin gæða sér á ísklumpum með nautahakki. Auk ísmolafæðunnar sprauta starfsmenn dýrin með köldu vatni til að kæla þau niður. Í dýragörðum, náttúruverndarsvæðum og griðlöndum dýra vítt og breitt um Bretland hefur einnig þurft að tryggja að dýrin haldist vel vökvuð og þorni ekki upp í steikjandi hitanum. Starfsmenn ZSL dýragarðsins í Lundúnum hafa gefið dýrunum frostpinna úr sykurlausu ístei með hnetum og fræjum. Górilla spígsporar um í ZSL dýragarðinum í Lundúnum með frostklump í hendinni.ZSL London Zoo „Prímatar eins og górillur og íkornapar elska frostpinna, alveg eins og við,“ sagði Rob Harland, starfsmaður ZSL dýragarðsins í Lundúnum, við BBC. Þá sagði hann að ljónin og flóðhestarnir í garðinum hefðu sín eigin díki til að svamla í á meðan önnur dýr fengju kalda sturtu frá starfsmönnum.
Dýr Spánn England Tengdar fréttir Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16