Ring, ring, þing, það er neyðarástand! Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. júlí 2022 06:30 Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun