Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2022 09:30 Lára Björnsdóttir er umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar. Sigurjón Ólason Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. Í fréttum Stöðvar 2 var tjaldsvæðið á Reyðarfirði heimsótt, eitt fimm tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Á sama tíma í fyrra var allt brjálað að gera í hitabylgjunni. En hvernig skyldi staðan vera þetta sumarið? „Það er ekki nærri eins gott veður og í fyrra, ekki ennþá,“ svarar Lára Björnsdóttir, umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar. „Hinsvegar virðist vera að lengjast tímabilið hjá okkur því það byrjaði fyrr. Gestir voru farnir að mæta hérna í apríl og það var ennþá snjókoma öðru hvoru. Ég hugsa að það verði líka lengra. Ég býst við að við höfum opið fram í október.“ Frá tjaldsvæðinu á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Í fyrrasumar voru Íslendingar áttatíu prósent gesta. Núna eru erlendir ferðamenn í meirihluta. „Þeir eru að koma ýmist með flugi eða með Norrænu á Seyðisfjörð.“ Hún segir þó talsvert af Íslendingum í gönguhópum á Austurlandi. „Þeir gista þá væntanlega í ferðaskálunum hjá ferðafélögunum. Hinir eru eflaust bara úti í sólinni, á Ítalíu eða Spáni.“ En sjást þá varla Íslendingar á tjaldsvæðunum í ár? „Ég segi það ekki. Mér finnst vera að aukast núna, alveg bara með hverjum deginum sem líður. Þeir bara eru kannski rétt að byrja sumarfríið sitt núna,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Tjaldsvæði Ferðalög Tengdar fréttir Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var tjaldsvæðið á Reyðarfirði heimsótt, eitt fimm tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Á sama tíma í fyrra var allt brjálað að gera í hitabylgjunni. En hvernig skyldi staðan vera þetta sumarið? „Það er ekki nærri eins gott veður og í fyrra, ekki ennþá,“ svarar Lára Björnsdóttir, umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar. „Hinsvegar virðist vera að lengjast tímabilið hjá okkur því það byrjaði fyrr. Gestir voru farnir að mæta hérna í apríl og það var ennþá snjókoma öðru hvoru. Ég hugsa að það verði líka lengra. Ég býst við að við höfum opið fram í október.“ Frá tjaldsvæðinu á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Í fyrrasumar voru Íslendingar áttatíu prósent gesta. Núna eru erlendir ferðamenn í meirihluta. „Þeir eru að koma ýmist með flugi eða með Norrænu á Seyðisfjörð.“ Hún segir þó talsvert af Íslendingum í gönguhópum á Austurlandi. „Þeir gista þá væntanlega í ferðaskálunum hjá ferðafélögunum. Hinir eru eflaust bara úti í sólinni, á Ítalíu eða Spáni.“ En sjást þá varla Íslendingar á tjaldsvæðunum í ár? „Ég segi það ekki. Mér finnst vera að aukast núna, alveg bara með hverjum deginum sem líður. Þeir bara eru kannski rétt að byrja sumarfríið sitt núna,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Tjaldsvæði Ferðalög Tengdar fréttir Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02
Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43