Þrír eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 20:30 Ef Rishi Sunak nær kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins yrði það í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Bretlands væri af indverskum ættum. Hann er sjálfur fæddur í Bretlandi en foreldrar hans fæddust og ólust upp í Punjab héraði á Indlandi. AP/Victoria Jones Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands leiðir áfram að lokinni fjórðu umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins í dag. Þessi þrjú standa eftir að lokinni fjórðu umferð leiðtogakjörsins í dag. Á morgun ræðst hvaða tvö þeirra berjast að lokum um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum og um leið forsætisráðherrastólinn.grafík/Hjalti Sunak hlaut atkvæði 118 þingmanna flokksins og bætti við sig þremur. Penny Mordaunt utanríkis-viðskiptaráðherra er áfram í öðru sæti með 92 atkvæði, bætti við sig tíu og Liz Truss utanríkisráðherra er einnig áfram í þriðja sæti með 86 atkvæði, bætir við sig 15 atkvæðum. Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands er vinsæl innan Íhaldsflokksins. Andstæðingar hennar segja reynsluna af henni í ráðherraembætti þó sýna að hún muni ekki valda leiðtogaembættinu.AP/Victoria Jones Bilið milli Truss og Mordaunt hefur því minnkað frá upphafi kjörsins. Það kemur í ljós að lokinni fimmtu umferð í kosningu þingmanna á morgun hvort Truss nær að vinna sig upp í annað sætið en hún og Mordaunt hafa báðar sætt mikilli gagnrýni úr ólíkum áttum innan Íhaldsflokksins undanfarna viku. Kemi Badenoch fékk 59 atkvæði, bætti við sig einu og fellur úr leik samkvæmt reglum flokksins. Liz Truss utanríkisráðherra hefur verið í þriðja sæti í gegnum allar umferðir leiðtogakjörsins en sækir á. Henni er helst talið það til foráttu að hafa stuttu áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.AP/Frank Augstein Eftir atkvæðagreiðslu þingmanna á morgun verða aðeins tveir frambjóðendur eftir sem almennir flokksmenn kjósa síðan á milli. Niðurstaða þeirrar kosningar verður kynnt hinn 5. september og þá kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Þessi þrjú standa eftir að lokinni fjórðu umferð leiðtogakjörsins í dag. Á morgun ræðst hvaða tvö þeirra berjast að lokum um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum og um leið forsætisráðherrastólinn.grafík/Hjalti Sunak hlaut atkvæði 118 þingmanna flokksins og bætti við sig þremur. Penny Mordaunt utanríkis-viðskiptaráðherra er áfram í öðru sæti með 92 atkvæði, bætti við sig tíu og Liz Truss utanríkisráðherra er einnig áfram í þriðja sæti með 86 atkvæði, bætir við sig 15 atkvæðum. Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands er vinsæl innan Íhaldsflokksins. Andstæðingar hennar segja reynsluna af henni í ráðherraembætti þó sýna að hún muni ekki valda leiðtogaembættinu.AP/Victoria Jones Bilið milli Truss og Mordaunt hefur því minnkað frá upphafi kjörsins. Það kemur í ljós að lokinni fimmtu umferð í kosningu þingmanna á morgun hvort Truss nær að vinna sig upp í annað sætið en hún og Mordaunt hafa báðar sætt mikilli gagnrýni úr ólíkum áttum innan Íhaldsflokksins undanfarna viku. Kemi Badenoch fékk 59 atkvæði, bætti við sig einu og fellur úr leik samkvæmt reglum flokksins. Liz Truss utanríkisráðherra hefur verið í þriðja sæti í gegnum allar umferðir leiðtogakjörsins en sækir á. Henni er helst talið það til foráttu að hafa stuttu áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.AP/Frank Augstein Eftir atkvæðagreiðslu þingmanna á morgun verða aðeins tveir frambjóðendur eftir sem almennir flokksmenn kjósa síðan á milli. Niðurstaða þeirrar kosningar verður kynnt hinn 5. september og þá kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands.
Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15