„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 21:30 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“ Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira