Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2022 22:30 Þráinn segir Austurlandið búið að taka við sér eftir kórónuveirulægðina í ferðamennsku. Vísir Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. Þrefalt fleiri erlendir ferðamenn ferðuðust um landið núna í júnímánuði en í sama mánuði í fyrra. Hótelstjórar á landsbyggðinni hafa fundið vel fyrir þessari aukningu. „Við opnuðum í maí, sem við erum vön að gera í venjulegu ári, og maí kom ágætlega út. Þetta var sennilega besti júnímánuður frá upphafi og júlí stefnir í að vera mjög góður og ágúst. Mér sýnist á öllu að þetta gæti stefnt í að vera besta sumar í sögu fyrirtækisins,“ segir Þráinn Lárusson, hótelstjóri á Hótel Hallormsstað. Erlendir ferðamenn í miklum meirihluta Erlendir ferðamenn séu í miklum meirihluta hótelgesta. „Þetta eru mestmegnis erlendir ferðamenn,“ segir Þráinn sem Vala Dögg Petrudóttir, þróunar- og markaðsstjóri Hótels Ísafjarðar. „Ég myndi segja að það séu aðalega erlendir ferðamenn, eða svona í meirihluta. Við erum með rosalega mikið af hópum með erlendum ferðamönnum þannig að það koma oft mjög stórir hópar inn,“ segir Vala. Þráinn segir að fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi hlutfall erlendra og íslenskra ferðamanna á hótelinu verið það sama og nú en í faraldrinum hafi Íslendingarnir tekið yfir. Það rímar við það sem Vala hefur séð á Ísafirði. Íslendingar vilji bóka með stuttum fyrirvara Hótelin hafi mikið verið uppbókuð svo íslenskir ferðamenn komist sjaldan að. „Það er reyndar þannig með Íslendinga að þeir ákveða sig oft með stuttum fyrirvara að fara að ferðast innanlands og því miður þá er það mikið bókað erlendis frá að við erum ekki með mikið af herbergjum með stuttum fyrirvara, eins og Íslendingarnir vilja ferðast. Þannig þeir koma oft að lokuðum dyrum eða í mjög dýr verð, sem eru síðustu herbergin,“ segir Þráinn. Þá séu erlendu ferðamennirnir mun skipulagðari. Vala Dögg segir að Vestfirðir hafi sjaldan verið jafn vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn.Vísir „Við erum núna byrjuð að bóka mjög mikið fyrir næsta ár og töluvert fyrir árið þar á eftir. Sérstaklega hóparnir eru búnir að bóka fyrir löngu, kannski fyrir ári síðan. Svo eru þeir að koma á eigin vegum og eru þá að bóka hálfu ári fyrir. Íslendingarnir eru meira í að bóka með styttri fyrirvara,“ segir Vala. Erfitt sé fyrir þá að fá herbergi. „Það er erfitt, það er einn og einn dagur kannski en það er mjög mikið bókað en það var reyndar líka svoleiðis í fyrra. Við vorum fullbókuð allt síðasta sumar og í rauninni mjög mikið líka árið áður.“ Oft komi það Íslendingum á óvart að engin herbergi séu laus. „Já, reyndar. Það eru sumir hissa á því að það sé svona erfitt að fá herbergi en það er bara skiljanlegt. Það er háannatími,“ segir Vala. „Það er mikið bókað á öllum gististöðum. Við erum oft spurð þegar við látum vita að sé fullt hjá okkur hvort við getum beint fólki annað, sem við gerum að sjálfsögðu. En ég held það sé sama sagan víðast hvar hérna á Vestfjörðum.“ Ferðasumarið orðið lengra Þráinn bendir á að veðrið hafi ekki verið íslenskum ferðaþjónustuaðilum úti á landi hliðhollt þetta sumarið. Íslendingar vilji oft ferðast með sólinni og veðurspár ekki sýnt að hún sé á Austur- og Norðurlandi þetta sumarið. „Ég segi reyndar alltaf að þetta sé fréttaflutningurinn af veðrinu frekar en veðrið sjálft, að minnsta kosti hérna hjá okkur er alltaf gott veður.“ Ferðatímabilið hafi þá lengst. „Fyrir nokkrum árum var traffíkin búin í ágúst en það hefur síðustu ár verið að lengjast fram í september,“ segir Vala og Þráinn tekur undir. „Nú erum við að tala um að þetta er komið alveg fram í byrjun október.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Múlaþing Tengdar fréttir Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. 19. júlí 2022 09:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Þrefalt fleiri erlendir ferðamenn ferðuðust um landið núna í júnímánuði en í sama mánuði í fyrra. Hótelstjórar á landsbyggðinni hafa fundið vel fyrir þessari aukningu. „Við opnuðum í maí, sem við erum vön að gera í venjulegu ári, og maí kom ágætlega út. Þetta var sennilega besti júnímánuður frá upphafi og júlí stefnir í að vera mjög góður og ágúst. Mér sýnist á öllu að þetta gæti stefnt í að vera besta sumar í sögu fyrirtækisins,“ segir Þráinn Lárusson, hótelstjóri á Hótel Hallormsstað. Erlendir ferðamenn í miklum meirihluta Erlendir ferðamenn séu í miklum meirihluta hótelgesta. „Þetta eru mestmegnis erlendir ferðamenn,“ segir Þráinn sem Vala Dögg Petrudóttir, þróunar- og markaðsstjóri Hótels Ísafjarðar. „Ég myndi segja að það séu aðalega erlendir ferðamenn, eða svona í meirihluta. Við erum með rosalega mikið af hópum með erlendum ferðamönnum þannig að það koma oft mjög stórir hópar inn,“ segir Vala. Þráinn segir að fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi hlutfall erlendra og íslenskra ferðamanna á hótelinu verið það sama og nú en í faraldrinum hafi Íslendingarnir tekið yfir. Það rímar við það sem Vala hefur séð á Ísafirði. Íslendingar vilji bóka með stuttum fyrirvara Hótelin hafi mikið verið uppbókuð svo íslenskir ferðamenn komist sjaldan að. „Það er reyndar þannig með Íslendinga að þeir ákveða sig oft með stuttum fyrirvara að fara að ferðast innanlands og því miður þá er það mikið bókað erlendis frá að við erum ekki með mikið af herbergjum með stuttum fyrirvara, eins og Íslendingarnir vilja ferðast. Þannig þeir koma oft að lokuðum dyrum eða í mjög dýr verð, sem eru síðustu herbergin,“ segir Þráinn. Þá séu erlendu ferðamennirnir mun skipulagðari. Vala Dögg segir að Vestfirðir hafi sjaldan verið jafn vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn.Vísir „Við erum núna byrjuð að bóka mjög mikið fyrir næsta ár og töluvert fyrir árið þar á eftir. Sérstaklega hóparnir eru búnir að bóka fyrir löngu, kannski fyrir ári síðan. Svo eru þeir að koma á eigin vegum og eru þá að bóka hálfu ári fyrir. Íslendingarnir eru meira í að bóka með styttri fyrirvara,“ segir Vala. Erfitt sé fyrir þá að fá herbergi. „Það er erfitt, það er einn og einn dagur kannski en það er mjög mikið bókað en það var reyndar líka svoleiðis í fyrra. Við vorum fullbókuð allt síðasta sumar og í rauninni mjög mikið líka árið áður.“ Oft komi það Íslendingum á óvart að engin herbergi séu laus. „Já, reyndar. Það eru sumir hissa á því að það sé svona erfitt að fá herbergi en það er bara skiljanlegt. Það er háannatími,“ segir Vala. „Það er mikið bókað á öllum gististöðum. Við erum oft spurð þegar við látum vita að sé fullt hjá okkur hvort við getum beint fólki annað, sem við gerum að sjálfsögðu. En ég held það sé sama sagan víðast hvar hérna á Vestfjörðum.“ Ferðasumarið orðið lengra Þráinn bendir á að veðrið hafi ekki verið íslenskum ferðaþjónustuaðilum úti á landi hliðhollt þetta sumarið. Íslendingar vilji oft ferðast með sólinni og veðurspár ekki sýnt að hún sé á Austur- og Norðurlandi þetta sumarið. „Ég segi reyndar alltaf að þetta sé fréttaflutningurinn af veðrinu frekar en veðrið sjálft, að minnsta kosti hérna hjá okkur er alltaf gott veður.“ Ferðatímabilið hafi þá lengst. „Fyrir nokkrum árum var traffíkin búin í ágúst en það hefur síðustu ár verið að lengjast fram í september,“ segir Vala og Þráinn tekur undir. „Nú erum við að tala um að þetta er komið alveg fram í byrjun október.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Múlaþing Tengdar fréttir Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. 19. júlí 2022 09:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30
Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. 19. júlí 2022 09:30