Senda dróna, fallbyssur og eldflaugar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2022 13:47 Úkraínskir hermenn í Donetsk. Úkraínumenn segja mikla þörf á fleiri skrið- og bryndrekum. AP/Nariman El-Mofty Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, opinberaði í morgun að Bretar ætli að senda mikið magn vopna til Úkraínu á komandi vikum. Þar á meðal skotfæri, dróna, fallbyssur og eldflaugar til að granda skriðdrekum. Meðal þess sem senda á til Úkraínu eru rúmlega tuttugu 155mm fallbyssur af gerðinni M109 en þær eru á toppi bryndreka. Einnig stendur til að senda 36 L119 105mm fallbyssur og ratsjár sem greina stórskotaliðsárásir annarra og eru notaðar til að granda stórskotaliði óvina. Bretar ætla einnig að senda rúmlega fimmtíu þúsund skot í þær fallbyssur sem Úkraínumenn eiga fyrir. Auk þess ætla Bretar að senda rúmlega 1.600 hundrað eldflaugar sem hannaðar eru til granda skriðdrekum til Úkraínu og hundruð dróna sem hannaðir eru til að steypa sér á skotmörk og springa í loft upp. will supply scores of artillery guns, hundreds of drones and hundreds more anti-tank weapons to Ukraine in the coming weeks, Defence Secretary @BWallaceMP has announced. #StandWithUkraine Read more here https://t.co/yk675bEbZE— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 21, 2022 Þetta er til viðbótar við þúsundir eldflauga af gerðinni NLAW og Javelin sem Bretar hafa sent til Úkraínumanna. Bretar hafa einnig sent 120 bryndreka, loftvarnir, eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum, dróna, loftvarnir, skotheld vesti, hjálma, nætursjónauka og ýmislegt annað. Rússneskir hermenn í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Wallace segir í yfirlýsingu að vopnasendingar Breta til Úkraínu séu til marks um vilja þeirra til að tryggja að Úkraína hafi burði til að verjast ólöglegri innrás Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Rússar vilja meira en Donbas Bandaríkjamenn tilkynntu sömuleiðis í gær að þeir myndu senda Úkraínumönnum fleiri vopn og þar á meðal fleiri HIMARS-eldflaugakerfi, sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað með mjög góðum árangri að undanförnu. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði og er það í fyrsta sinn sem þeir hyggja á svo umfangsmiklar gagnárásir. Markmið Úkraínumanna er að frelsa eins mikið af suðurströnd landsins og þeir geta en hún er gífurlega mikilvæg hagkerfi Úkraínu og öryggi. Rússar munu þó geta gert árásir á úkraínska hermenn í Kherson en þeir þurfa að sækja fram yfir tiltölulega opin svæði. Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir Úkraínumenn kalla eftir fleiri þungavopnum frá Vesturlöndum og segja þau nauðsynleg til að sækja fram í Kherson. Þeir segja hafa sérstaka þörf á skrið- og bryndrekum, drónum og stórskotaliðsvopnum. Til marks um erfiðleika Úkraínumanna í Kherson segir WSJ frá því að í síðasta mánuði hafi Rússar skotið um átta hundruð sprengjum á eina úkraínska herdeild en hermenn gátu lítið skjól fundið á ökrum héraðsins. Margir hermenn féllu og mikilvæg vopn eyðilögðust. HIMARS-eldflaugarnar eru sagðar hafa dregið verulega úr getu rússneska stórskotaliðsins á svæðinu. Einn hermaður sem ræddi við WSJ segir Úkraínumenn hafa varið tveimur mánuðum í skotgröfum við að reyna að halda aftur af Rússum. HIMARS-vopnakerfin hafi skipt sköpum en Úkraínumenn hafi misst of marga skriðdreka í átökum við Rússa. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Tengdar fréttir Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20 Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Meðal þess sem senda á til Úkraínu eru rúmlega tuttugu 155mm fallbyssur af gerðinni M109 en þær eru á toppi bryndreka. Einnig stendur til að senda 36 L119 105mm fallbyssur og ratsjár sem greina stórskotaliðsárásir annarra og eru notaðar til að granda stórskotaliði óvina. Bretar ætla einnig að senda rúmlega fimmtíu þúsund skot í þær fallbyssur sem Úkraínumenn eiga fyrir. Auk þess ætla Bretar að senda rúmlega 1.600 hundrað eldflaugar sem hannaðar eru til granda skriðdrekum til Úkraínu og hundruð dróna sem hannaðir eru til að steypa sér á skotmörk og springa í loft upp. will supply scores of artillery guns, hundreds of drones and hundreds more anti-tank weapons to Ukraine in the coming weeks, Defence Secretary @BWallaceMP has announced. #StandWithUkraine Read more here https://t.co/yk675bEbZE— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 21, 2022 Þetta er til viðbótar við þúsundir eldflauga af gerðinni NLAW og Javelin sem Bretar hafa sent til Úkraínumanna. Bretar hafa einnig sent 120 bryndreka, loftvarnir, eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum, dróna, loftvarnir, skotheld vesti, hjálma, nætursjónauka og ýmislegt annað. Rússneskir hermenn í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Wallace segir í yfirlýsingu að vopnasendingar Breta til Úkraínu séu til marks um vilja þeirra til að tryggja að Úkraína hafi burði til að verjast ólöglegri innrás Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Rússar vilja meira en Donbas Bandaríkjamenn tilkynntu sömuleiðis í gær að þeir myndu senda Úkraínumönnum fleiri vopn og þar á meðal fleiri HIMARS-eldflaugakerfi, sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað með mjög góðum árangri að undanförnu. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði og er það í fyrsta sinn sem þeir hyggja á svo umfangsmiklar gagnárásir. Markmið Úkraínumanna er að frelsa eins mikið af suðurströnd landsins og þeir geta en hún er gífurlega mikilvæg hagkerfi Úkraínu og öryggi. Rússar munu þó geta gert árásir á úkraínska hermenn í Kherson en þeir þurfa að sækja fram yfir tiltölulega opin svæði. Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir Úkraínumenn kalla eftir fleiri þungavopnum frá Vesturlöndum og segja þau nauðsynleg til að sækja fram í Kherson. Þeir segja hafa sérstaka þörf á skrið- og bryndrekum, drónum og stórskotaliðsvopnum. Til marks um erfiðleika Úkraínumanna í Kherson segir WSJ frá því að í síðasta mánuði hafi Rússar skotið um átta hundruð sprengjum á eina úkraínska herdeild en hermenn gátu lítið skjól fundið á ökrum héraðsins. Margir hermenn féllu og mikilvæg vopn eyðilögðust. HIMARS-eldflaugarnar eru sagðar hafa dregið verulega úr getu rússneska stórskotaliðsins á svæðinu. Einn hermaður sem ræddi við WSJ segir Úkraínumenn hafa varið tveimur mánuðum í skotgröfum við að reyna að halda aftur af Rússum. HIMARS-vopnakerfin hafi skipt sköpum en Úkraínumenn hafi misst of marga skriðdreka í átökum við Rússa.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Tengdar fréttir Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20 Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20
Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna