„Við vorum bara siglandi þarna ofan á þeim, rappandi og hlæjandi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. júlí 2022 10:01 Reykjavíkurdætur voru að gefa út lagið Sirkús. Saga Sig Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var að senda frá sér lagið Sirkús en þær munu frumflytja lagið fyrir Íslendinga á Þjóðhátíð um næstu helgi. Meðlimir sveitarinnar hafa átt viðburðaríkt sumar og komið mikið fram, bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á stelpunum og fékk að heyra nánar frá því. Hér má heyra lagið: Farandsirkús Samkvæmt Reykjavíkurdætrum byrjaði lagið Sirkús á grípandi viðlagi Sölku Valsdóttur. „Þaðan fannst okkur einhvern veginn meika sens að lagið ætti að vera um okkur sem eins konar farandsirkús. Þura Stína er línudansarinn, Steinunn er ljónatemjarinn, Salka, Dísa og Karítas eru loftfimleikadísir, Ragga er kraftajötuninn, Blær trúðurinn og Steiney sirkússtjórinn. Svo gátum við tekið okkar take á þessi hlutverk í erindunum okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Lagið var sérstaklega samið með það í huga að taka það fyrir áhorfendur á tónleikum. „Enda vill maður bara fara lóðbeint á tónleika þegar maður heyrir það.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Tónlistarhátíðir erlendis Reykjavíkurdætur segja að giggum hérlendis hafi fjölgað mikið að undanförnu. „Við erum búnar að vera gigga svolítið mikið á Íslandi, ólíkt síðustu árum og það er búið að vera svo ótrúlega gaman að ferðast um landið okkar og rappa textana fyrir fólk sem skilur hvert einasta orð,“ segir Blær og bætir við: „Annars vorum við að koma úr mini- tónleikaferðalagi í fyrradag. Við spiluðum á tónlistarhátíð í Sviss og annarri í Frakklandi, með stuttri viðkomu á Spáni. Það er líka mjög gaman að spila fyrir útlendinga, þó þau skilji ekki orðin þá skynja þau orkuna og það er magnað. Áhorfendaskarinn í Frakklandi var svo peppaður að þau tóku okkur bara í þrefalt crowd-surf. Við vorum bara siglandi þarna ofan á þeim, rappandi og hlæjandi. Þetta var ótrúlegt moment“. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Aðspurðar hvað sé á döfinni virðist nóg um að vera. „Það næsta sem tekur við hjá okkur er meðal annars Druslugangan, Innipúkinn og Þjóðhátíð. Það verður Íslands-frumflutningur á nýja laginu Sirkús á Þjóðhátíð ásamt alveg nýjum búningum og rugluðu ljósashowi. Þetta verður alveg magnað!“ Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum. 27. maí 2022 12:00 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hér má heyra lagið: Farandsirkús Samkvæmt Reykjavíkurdætrum byrjaði lagið Sirkús á grípandi viðlagi Sölku Valsdóttur. „Þaðan fannst okkur einhvern veginn meika sens að lagið ætti að vera um okkur sem eins konar farandsirkús. Þura Stína er línudansarinn, Steinunn er ljónatemjarinn, Salka, Dísa og Karítas eru loftfimleikadísir, Ragga er kraftajötuninn, Blær trúðurinn og Steiney sirkússtjórinn. Svo gátum við tekið okkar take á þessi hlutverk í erindunum okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Lagið var sérstaklega samið með það í huga að taka það fyrir áhorfendur á tónleikum. „Enda vill maður bara fara lóðbeint á tónleika þegar maður heyrir það.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Tónlistarhátíðir erlendis Reykjavíkurdætur segja að giggum hérlendis hafi fjölgað mikið að undanförnu. „Við erum búnar að vera gigga svolítið mikið á Íslandi, ólíkt síðustu árum og það er búið að vera svo ótrúlega gaman að ferðast um landið okkar og rappa textana fyrir fólk sem skilur hvert einasta orð,“ segir Blær og bætir við: „Annars vorum við að koma úr mini- tónleikaferðalagi í fyrradag. Við spiluðum á tónlistarhátíð í Sviss og annarri í Frakklandi, með stuttri viðkomu á Spáni. Það er líka mjög gaman að spila fyrir útlendinga, þó þau skilji ekki orðin þá skynja þau orkuna og það er magnað. Áhorfendaskarinn í Frakklandi var svo peppaður að þau tóku okkur bara í þrefalt crowd-surf. Við vorum bara siglandi þarna ofan á þeim, rappandi og hlæjandi. Þetta var ótrúlegt moment“. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Aðspurðar hvað sé á döfinni virðist nóg um að vera. „Það næsta sem tekur við hjá okkur er meðal annars Druslugangan, Innipúkinn og Þjóðhátíð. Það verður Íslands-frumflutningur á nýja laginu Sirkús á Þjóðhátíð ásamt alveg nýjum búningum og rugluðu ljósashowi. Þetta verður alveg magnað!“
Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum. 27. maí 2022 12:00 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum. 27. maí 2022 12:00