Fótbolti

Gott útlit hjá Hólmberti en Sveinn og Hákon í slæmri stöðu

Sindri Sverrisson skrifar
Landsliðsframherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá sænska liðinu Elfsborg í kvöld.
Landsliðsframherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá sænska liðinu Elfsborg í kvöld. vísir/Hulda Margrét

Fyrir utan lið Víkings og Breiðabliks eru nokkrir Íslendingar á ferðinni með sínum félagsliðum í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Lilleström þegar liðið vann fínan 1-0 útisigur gegn SJK Seinäjoki í Finnlandi í dag. Lilleström er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Noregi eftir viku. 

Hið sama er ekki hægt að segja um Íslendingaliðið Elfsborg sem steinlá gegn Molde í Noregi í kvöld, 4-1, og missti Emmanuel Boateng af velli með rautt spjald í uppbótartíma.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá Elfsborg á 79. mínútu en markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat á bekknum. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Molde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×