Landgræðsla hagkvæmasta loftslagsaðgerðin Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 07:16 Landrækt er hagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Vísir/Arnar Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira